Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar 30. október 2024 12:02 Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma. Allir þjónustuaðilar, frá sjúkraflutningafólki til þeirra sem veita bráðaþjónustu, eru meðvitaðir um að snör viðbrögð skipta sköpum. Bráðaþjónusta hefur einmitt verið uppbyggð samkvæmt þessari hugmyndarfræði og þegar upplýsingar berast til starfsfólks Landsspítala um „Slag innan tímamarka” ýtir það af stað hröðu og skilvirku meðferðarferil. Þessi viðbrögð eru æfð af viðbragðsaðilum og er meginmarkmiðið að samhæfa þau til að spara tíma og þar með bjarga heilafrumum og færni. Þó að bráðameðferð sé skilvirk nýtist hún ekki sem skildi ef fólk kemst ekki nægilega fljótt á sjúkrahús þar sem það hlýtur viðeigandi meðferð. Þess vegna hefur verið hrundið af stað átaki til að fræða fólk hér á landi um einkenni heilaslags. Starfsfólk taugalækningardeildar Landspítala hafði frumkvæði af átakinu með verkefni sem kallast FAST hetjurnar. Um er að ræða skólverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem kennarar kenna börnunum einkenni heilaslags og hvernig á að bregðast við þeim. Börnin kenna svo mömmum sínum og pöbbum, ömmum, öfum og fólkinu í kringum sig um einkennin, þannig næst að fræða alla fjölskylduna í gegnum börnin. Röng fyrstu viðbrögð Einkenni heilaslags eru skyndileg andlitslömun, lömun í útlim og taltruflunum, verði einhverra þessara einkenna vart skal hringja strax í 112. Því miður gera allt að 80% slagsjúklinga sér ekki grein fyrir að þeir séu að fá heilaslag og hjá 70% þeirra eru fyrstu viðbrögð að hringja í náin aðstandanda í stað þess að hringja strax á sjúkrabíl. Þegar aðstandendur svara mæla þeir langoftast með að fólk hvíli sig og sjái til. Þetta má hugsanlega rekja til þess að í flestu tilfellum er heilaslag verkjalaust, annað en til dæmi hjartaáfall og hringir það því ekki sömu viðvörunarbjöllum hjá fólki. Nú þegar hafa þúsundir barna lært um FAST hetjurnar í yfir 80 íslenskum skólum. FAST hetjurnar eru þó ekki einungis kenndar hér á Íslandi, yfir 500 þúsund börn um víða veröld hafa lært einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum hetjurar, allt frá Grikklandi til Singapúr, í Búlgaríu, Suður-Afríku, í Tælandi, Póllandi og á Ítalíu og mörgum öðrum löndum. En sama hvar í heiminum námsefnið er kennt, er markmiðið alltaf það sama: að auka þekkingu á heilaslagi og koma í veg fyrir töf á bráðaaðstoð. Þekkingin könnuð Til að skoða þekkingu Íslendinga á FAST-hetjunum, einkennum heilaslags og fyrstu viðbrögðum var send út könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ágúst á síðasta ári. Svarhlutfall könnunarinnar var mjög gott en alls svöruðu 953 manns á aldrinum 20-70 Frumniðurstöður sýna að rúmlega 50% þátttakenda eru sammála eða mjög sammála því að þau geti lýst fyrir starfsfólki Neyðarlínunnar ef einhver í kringum þau eru að fá heilaslag , 47% segjast sammála eða mjög sammála því að þau þekki helstu einkenni heilaslags og get borið kennsl á þau. Þá segjast 42% vera sammála eða mjög sammála því að þau viti hvernig skuli bregðast við ef einhver er að fá heilaslag og 31% eru sammála eða mjög sammála að þau geta frætt vini og vandamenn um helstu einkenni heilaslags. Þesar tölur sýna okkur að við stöndum vel miðað við mörg önnur lönd hvað varðar þekkingu á einkennum heilaslags en einnig er augljóst að bæta má þekkinguna enn frekar. Einnig sýna niðurstöður könnunarinnar að fræðslu skortir varðandi áhættuþætti heilaslags og hvernig minnka má líkur á því. Einungis 22,5% svarenda nefndu til dæmis hækkaðan blóðþrýsting sem áhættuþátt, rn hár blóðþrýstingur er stærsti áhættuþáttur heilaslags og getur tvöfaldað líkurnar. Það er því mikilvægt að auka þekkingu á bæði einkennum heilaslags og áhættuþætti þess. Hreyfing, mataræði og reykingar auka áhættuna til dæmis gríðarlega, en þessa þætti má auðveldlega hafa áhrif á með breyttum lífsstíl. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn og því nota ég tækifærið til að minna á einkenni og áhættuþætti heilaslags, Einnig minni ég á FAST hetjurnar og hvet alla kennara 5-9 ára barna til að taka þátt. Verkefnið er auðelt í kennslu og það er ókeypist fyrir kennara, skóla og nemendur. Í lok þess árs verður könnunin sem rædd var hér að ofan endurtekin, þá skulum við vera búin að auka þekkingu okkar enn frekar, saman getum við bjargað mannslífum. Höfundur er forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og endurhæfingarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og verkefnastjóri FAST verkefnisins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma. Allir þjónustuaðilar, frá sjúkraflutningafólki til þeirra sem veita bráðaþjónustu, eru meðvitaðir um að snör viðbrögð skipta sköpum. Bráðaþjónusta hefur einmitt verið uppbyggð samkvæmt þessari hugmyndarfræði og þegar upplýsingar berast til starfsfólks Landsspítala um „Slag innan tímamarka” ýtir það af stað hröðu og skilvirku meðferðarferil. Þessi viðbrögð eru æfð af viðbragðsaðilum og er meginmarkmiðið að samhæfa þau til að spara tíma og þar með bjarga heilafrumum og færni. Þó að bráðameðferð sé skilvirk nýtist hún ekki sem skildi ef fólk kemst ekki nægilega fljótt á sjúkrahús þar sem það hlýtur viðeigandi meðferð. Þess vegna hefur verið hrundið af stað átaki til að fræða fólk hér á landi um einkenni heilaslags. Starfsfólk taugalækningardeildar Landspítala hafði frumkvæði af átakinu með verkefni sem kallast FAST hetjurnar. Um er að ræða skólverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem kennarar kenna börnunum einkenni heilaslags og hvernig á að bregðast við þeim. Börnin kenna svo mömmum sínum og pöbbum, ömmum, öfum og fólkinu í kringum sig um einkennin, þannig næst að fræða alla fjölskylduna í gegnum börnin. Röng fyrstu viðbrögð Einkenni heilaslags eru skyndileg andlitslömun, lömun í útlim og taltruflunum, verði einhverra þessara einkenna vart skal hringja strax í 112. Því miður gera allt að 80% slagsjúklinga sér ekki grein fyrir að þeir séu að fá heilaslag og hjá 70% þeirra eru fyrstu viðbrögð að hringja í náin aðstandanda í stað þess að hringja strax á sjúkrabíl. Þegar aðstandendur svara mæla þeir langoftast með að fólk hvíli sig og sjái til. Þetta má hugsanlega rekja til þess að í flestu tilfellum er heilaslag verkjalaust, annað en til dæmi hjartaáfall og hringir það því ekki sömu viðvörunarbjöllum hjá fólki. Nú þegar hafa þúsundir barna lært um FAST hetjurnar í yfir 80 íslenskum skólum. FAST hetjurnar eru þó ekki einungis kenndar hér á Íslandi, yfir 500 þúsund börn um víða veröld hafa lært einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum hetjurar, allt frá Grikklandi til Singapúr, í Búlgaríu, Suður-Afríku, í Tælandi, Póllandi og á Ítalíu og mörgum öðrum löndum. En sama hvar í heiminum námsefnið er kennt, er markmiðið alltaf það sama: að auka þekkingu á heilaslagi og koma í veg fyrir töf á bráðaaðstoð. Þekkingin könnuð Til að skoða þekkingu Íslendinga á FAST-hetjunum, einkennum heilaslags og fyrstu viðbrögðum var send út könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ágúst á síðasta ári. Svarhlutfall könnunarinnar var mjög gott en alls svöruðu 953 manns á aldrinum 20-70 Frumniðurstöður sýna að rúmlega 50% þátttakenda eru sammála eða mjög sammála því að þau geti lýst fyrir starfsfólki Neyðarlínunnar ef einhver í kringum þau eru að fá heilaslag , 47% segjast sammála eða mjög sammála því að þau þekki helstu einkenni heilaslags og get borið kennsl á þau. Þá segjast 42% vera sammála eða mjög sammála því að þau viti hvernig skuli bregðast við ef einhver er að fá heilaslag og 31% eru sammála eða mjög sammála að þau geta frætt vini og vandamenn um helstu einkenni heilaslags. Þesar tölur sýna okkur að við stöndum vel miðað við mörg önnur lönd hvað varðar þekkingu á einkennum heilaslags en einnig er augljóst að bæta má þekkinguna enn frekar. Einnig sýna niðurstöður könnunarinnar að fræðslu skortir varðandi áhættuþætti heilaslags og hvernig minnka má líkur á því. Einungis 22,5% svarenda nefndu til dæmis hækkaðan blóðþrýsting sem áhættuþátt, rn hár blóðþrýstingur er stærsti áhættuþáttur heilaslags og getur tvöfaldað líkurnar. Það er því mikilvægt að auka þekkingu á bæði einkennum heilaslags og áhættuþætti þess. Hreyfing, mataræði og reykingar auka áhættuna til dæmis gríðarlega, en þessa þætti má auðveldlega hafa áhrif á með breyttum lífsstíl. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn og því nota ég tækifærið til að minna á einkenni og áhættuþætti heilaslags, Einnig minni ég á FAST hetjurnar og hvet alla kennara 5-9 ára barna til að taka þátt. Verkefnið er auðelt í kennslu og það er ókeypist fyrir kennara, skóla og nemendur. Í lok þess árs verður könnunin sem rædd var hér að ofan endurtekin, þá skulum við vera búin að auka þekkingu okkar enn frekar, saman getum við bjargað mannslífum. Höfundur er forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og endurhæfingarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og verkefnastjóri FAST verkefnisins á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun