Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 14:02 Valsmaðurinn Frank Aron Booker og Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttu um boltann í leik liðanna í fyrravetur. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur
Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira