Vísbendingar um að mælda verðbólgan sé að „megninu til gamalt vandamál“
![„Mælingin er heilt yfir nokkuð góð og ætti ekki að standa í vegi fyrir frekari vaxtalækkun í nóvember,“ að mati Greiningar Arion banka, en meginvextir bankans standa núna í níu prósent.](https://www.visir.is/i/9B61D38BB84E703A6F0D5C85A0787914FF0D427DA565F20512586889E573C299_713x0.jpg)
Undirliggjandi verðbólguþrýstingur heldur áfram að lækka og nýjasta verðbólgumælingin, sem sýndi hana fara niður í 5,1 prósent, er „heilt yfir“ nokkuð góð og ætti að þýða að peningastefnunefnd getur haldið áfram með vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman í nóvember, að mati hagfræðinga Arion banka. Ef litið er á verðbólguhraðann undanfarna þrjá mánuði er hún á ársgrundvelli komin í markmið Seðlabankans sem er vísbending um að mæld verðbólga núna sé að stórum hluta „gamalt vandamál.“
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/953092D6A8B3193B56336E2C9AA389ABC60C95DC7E461E64F19D3279C4E3A4C1_308x200.jpg)
Kílómetragjaldið fer inn í vísitöluna og krafa verðtryggðra ríkisbréfa lækkar
Fyrirhuguð upptaka kílómetragjalds á öll ökutæki í staðinn fyrir olíugjald verður tekið með í útreikninga á vísitöluneysluverðs, staðfestir Hagstofan, en óvissa hefur verið meðal markaðsaðila hvernig stofnunin myndi meðhöndla útfærslu á þeirri breytingu. Ávöxtunarkrafa stuttra verðtryggðra ríkisbréfa hefur lækkað skarpt í morgun þar sem nú er ljóst að mæld verðbólga verður hærri en ella í upphafi næsta árs vegna ákvörðunar Hagstofunnar.
![](https://www.visir.is/i/E2E8E766B28AE74124898956DE39BD9658A79633D020A2DD23B3D4F144F5E4EA_308x200.jpg)
Verðbólguhjöðnun í kortunum sem gæti opnað á stóra vaxtalækkun í nóvember
Nokkuð skiptar skoðanir eru á meðal greinenda og hagfræðinga hversu hratt verðbólgan mun halda áfram að ganga niður þegar mælingin fyrir október verður kunngjörð síðar í vikunni, sú síðasta áður en peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næsta mánuði. Gangi bjartsýnustu spár eftir um að árstaktur verðbólgunnar muni lækka niður í fimm prósent ætti það að auka líkur á að Seðlabankinn telji forsendur til að íhuga að minnsta kosti 50 punkta vaxtalækkun.