10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar 31. október 2024 13:45 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun