Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 31. október 2024 15:02 Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun