Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar 2. nóvember 2024 12:30 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Íslensk tunga Innflytjendamál Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun