Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar 2. nóvember 2024 13:00 Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun