Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar 2. nóvember 2024 13:33 Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Innflytjendamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun