Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun