Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun