Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 12:15 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í síðasta leik gegn Grindavík Vísir/Jón Gautur Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira