Skattar eru ekki fúkyrði Þormóður Logi Björnsson skrifar 3. nóvember 2024 15:00 Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun