Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 4. nóvember 2024 06:03 Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála. Sem dæmi má nefna að ráðleggingar hafa alltaf ráðlagt að forðast að mestu mikið unninn mat og velja frekar heil óunnin matvæli. Þrátt fyrir það þá er unninn matur stór hluti vestræns mataræðis í dag, þvert á hvað ráðleggingar leggja til og hafa lagt til í nokkra áratugi. Mataræðið einkennist þannig af saltneyslu sem er vel yfir ráðlögðum skammti. Þar að auki ná aðeins 2% landsmanna tilskildum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem eru fimm skammtar á dag, þrátt fyrir ítrekaða áherslu á mikilvægi þessara matvæla í ráðleggingum. Sömu sögu er að segja af neyslu heilkorns, en einungis um einn af hverjum fjórum landsmönnum nær viðmiðum um neyslu á heilkornavörum og þar af leiðandi trefjum. Raunin er nefnilega sú að þó þekkingin sé til staðar þá er ekki þar með sagt að hún heimfærist inn í líf fólks. Það þýðir ekki að vísindalegur grunnur þurfi að breytast, enda virka vísindin ekki þannig. Heldur fremur að aðferðir og fjármagn til að styðja við fólk og samfélög í þekkingu og heilsutengdum venjum þurfi að eflast. Vísindi og hlutleysi í ráðleggingum Vísindi miða að því að vega og meta hvað niðurstöður rannsókna segja í heild og byggja þannig upp gagnreynda þekkingu. Markmið vísindarannsókna er ekki að styðja ákveðna skoðun heldur að spyrja spurninga og leita svo svara á kerfisbundinn og hlutlausan hátt. Þessir ferlar gera það að verkum að vísindi eru stöðugt í endurskoðun og miðast alltaf við að bæta þekkingu í takt við nýjar upplýsingar. Þótt einstaka rannsóknir geti gefið ólíkar niðurstöður, þá eru ráðleggingar byggðar á samræmdum niðurstöðum allra rannsókna þar sem vægi og gæði eru tekin inn í myndina. Öfgafullar upphrópanir um næringu á samfélagsmiðlum Öfgafullar yfirlýsingar eða upphrópanir um næringu eru oft vinsælar á samfélagsmiðlum og vekja gjarnan mikla athygli. Það hefur þó sýnt sig að slíkar upphrópanir stuðla ekki að bættum lífsvenjum nema til skamms tíma, og geta jafnvel aukið óöryggi og kvíða fólks gagnvart næringu. Þær innihalda líka oft misvísandi og ruglandi skilaboð eða stífar reglur sem getur verið erfitt að fylgja eftir til lengri tíma. Þessi nálgun skilar því ólíklega árangri til lengri tíma litið. Þar að auki getur of mikil áhersla á einstök matvæli eða næringarefni leitt til ranghugmynda eða óþarfa hræðslu. Tengsl mataræðis og heilsu eru alltaf margslungin og snúast gjarnan um fæðumynstur og venjur heilt yfir. Almennt getur það því verið virkilega bjagað að leggja áherslu á einstök innihaldsefni/matvæli og mála þau upp sem eitthvað hræðilegt/frábært. Skortur á vísindalegum grunni Öfgafull skilaboð á samfélagsmiðlum og annars staðar hafa sjaldan góð vísindaleg rök á bak við sig, þar sem ráðleggingar um næringu byggja á heildrænu fæðusamspili frekar en stökum innihaldsefnum. Þá virkar betur að leggja áherslu á heildstætt hollt og næringarríkt mataræði til að styðja við heilbrigði í stað þess að beina sjónum að einstaka fæðutegundum eða næringarefnum. Upphrópanir um að tiltekin matvæli séu hættuleg eða valdi skaða á heilsu geta valdið óþarfa kvíða og óöryggi varðandi mat og næringu. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðast matvæli sem í raun er óhætt að neyta sem hluta af fjölbreyttu mataræði. Þá eru jafnvel dæmi um það að fólk forðist næringarrík matvæli og fylgi mjög stífum reglum sem erfitt er að halda til lengdar og engin ástæða var til þess að setja til að byrja með. Varanlegar breytingar byggjast gjarnan á litlum skrefum og breytingum á venjum sem fólk getur viðhaldið án þess að upplifa stöðuga streitu eða sektarkennd. Þegar ráðleggingar eru jákvæðar og raunhæfar þar sem stuðst er við viðurkenndar rannsóknir og heildstæða nálgun, er fólk líklegra til að þróa með sér hollari venjur sem eru viðráðanlegar til lengri tíma og bæta heilsu fólks til lengri tíma litið. Ráðleggingar um næringu eru þó alls ekki stífar reglur heldur viðmið/upplýsingar byggt á bestu vísindalegu þekkingu sem við höfum hverju sinni og þau sem vilja geta nýtt sér til að næra sig sem best í takt við eigin þarfir. Þar sem við höldum út aðgangi á samfélagsmiðlum tengda fræðslu um næringu, viljum við að lokum þakka þeim fyrir sem reglulega senda okkur skilaboð með hugmyndum, spurningum og áhugaverðum og þroskandi samtölum. Þið gefið okkur ástæðu og orku til að halda áfram að fræða. Einnig viljum við þakka öllum þeim karlmönnum sem vilja kenna okkur sitthvað um efnið og saka okkur um hroka. Þið sýnið okkur að hér sé sannarlega þörf á áframhaldandi fræðslu. Fyrir áhugasama má fræðast um allskonar næringarmál og mýtuleiðréttingar hér. Höfundar eru löggiltur næringarfræðingur og meistaranemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála. Sem dæmi má nefna að ráðleggingar hafa alltaf ráðlagt að forðast að mestu mikið unninn mat og velja frekar heil óunnin matvæli. Þrátt fyrir það þá er unninn matur stór hluti vestræns mataræðis í dag, þvert á hvað ráðleggingar leggja til og hafa lagt til í nokkra áratugi. Mataræðið einkennist þannig af saltneyslu sem er vel yfir ráðlögðum skammti. Þar að auki ná aðeins 2% landsmanna tilskildum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem eru fimm skammtar á dag, þrátt fyrir ítrekaða áherslu á mikilvægi þessara matvæla í ráðleggingum. Sömu sögu er að segja af neyslu heilkorns, en einungis um einn af hverjum fjórum landsmönnum nær viðmiðum um neyslu á heilkornavörum og þar af leiðandi trefjum. Raunin er nefnilega sú að þó þekkingin sé til staðar þá er ekki þar með sagt að hún heimfærist inn í líf fólks. Það þýðir ekki að vísindalegur grunnur þurfi að breytast, enda virka vísindin ekki þannig. Heldur fremur að aðferðir og fjármagn til að styðja við fólk og samfélög í þekkingu og heilsutengdum venjum þurfi að eflast. Vísindi og hlutleysi í ráðleggingum Vísindi miða að því að vega og meta hvað niðurstöður rannsókna segja í heild og byggja þannig upp gagnreynda þekkingu. Markmið vísindarannsókna er ekki að styðja ákveðna skoðun heldur að spyrja spurninga og leita svo svara á kerfisbundinn og hlutlausan hátt. Þessir ferlar gera það að verkum að vísindi eru stöðugt í endurskoðun og miðast alltaf við að bæta þekkingu í takt við nýjar upplýsingar. Þótt einstaka rannsóknir geti gefið ólíkar niðurstöður, þá eru ráðleggingar byggðar á samræmdum niðurstöðum allra rannsókna þar sem vægi og gæði eru tekin inn í myndina. Öfgafullar upphrópanir um næringu á samfélagsmiðlum Öfgafullar yfirlýsingar eða upphrópanir um næringu eru oft vinsælar á samfélagsmiðlum og vekja gjarnan mikla athygli. Það hefur þó sýnt sig að slíkar upphrópanir stuðla ekki að bættum lífsvenjum nema til skamms tíma, og geta jafnvel aukið óöryggi og kvíða fólks gagnvart næringu. Þær innihalda líka oft misvísandi og ruglandi skilaboð eða stífar reglur sem getur verið erfitt að fylgja eftir til lengri tíma. Þessi nálgun skilar því ólíklega árangri til lengri tíma litið. Þar að auki getur of mikil áhersla á einstök matvæli eða næringarefni leitt til ranghugmynda eða óþarfa hræðslu. Tengsl mataræðis og heilsu eru alltaf margslungin og snúast gjarnan um fæðumynstur og venjur heilt yfir. Almennt getur það því verið virkilega bjagað að leggja áherslu á einstök innihaldsefni/matvæli og mála þau upp sem eitthvað hræðilegt/frábært. Skortur á vísindalegum grunni Öfgafull skilaboð á samfélagsmiðlum og annars staðar hafa sjaldan góð vísindaleg rök á bak við sig, þar sem ráðleggingar um næringu byggja á heildrænu fæðusamspili frekar en stökum innihaldsefnum. Þá virkar betur að leggja áherslu á heildstætt hollt og næringarríkt mataræði til að styðja við heilbrigði í stað þess að beina sjónum að einstaka fæðutegundum eða næringarefnum. Upphrópanir um að tiltekin matvæli séu hættuleg eða valdi skaða á heilsu geta valdið óþarfa kvíða og óöryggi varðandi mat og næringu. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðast matvæli sem í raun er óhætt að neyta sem hluta af fjölbreyttu mataræði. Þá eru jafnvel dæmi um það að fólk forðist næringarrík matvæli og fylgi mjög stífum reglum sem erfitt er að halda til lengdar og engin ástæða var til þess að setja til að byrja með. Varanlegar breytingar byggjast gjarnan á litlum skrefum og breytingum á venjum sem fólk getur viðhaldið án þess að upplifa stöðuga streitu eða sektarkennd. Þegar ráðleggingar eru jákvæðar og raunhæfar þar sem stuðst er við viðurkenndar rannsóknir og heildstæða nálgun, er fólk líklegra til að þróa með sér hollari venjur sem eru viðráðanlegar til lengri tíma og bæta heilsu fólks til lengri tíma litið. Ráðleggingar um næringu eru þó alls ekki stífar reglur heldur viðmið/upplýsingar byggt á bestu vísindalegu þekkingu sem við höfum hverju sinni og þau sem vilja geta nýtt sér til að næra sig sem best í takt við eigin þarfir. Þar sem við höldum út aðgangi á samfélagsmiðlum tengda fræðslu um næringu, viljum við að lokum þakka þeim fyrir sem reglulega senda okkur skilaboð með hugmyndum, spurningum og áhugaverðum og þroskandi samtölum. Þið gefið okkur ástæðu og orku til að halda áfram að fræða. Einnig viljum við þakka öllum þeim karlmönnum sem vilja kenna okkur sitthvað um efnið og saka okkur um hroka. Þið sýnið okkur að hér sé sannarlega þörf á áframhaldandi fræðslu. Fyrir áhugasama má fræðast um allskonar næringarmál og mýtuleiðréttingar hér. Höfundar eru löggiltur næringarfræðingur og meistaranemi í klínískri næringarfræði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun