Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:45 Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Íslenskan og menningararfurinn er ein dýrmætasta auðlind okkar og var aðalforsendan fyrir sjálfstæðisbaráttunni hér áður fyrr. Ef ekki er sterk þjóðmenning þá er ekki þjóð. Við í Lýðræðisflokknum leggjum áherslu á að viðhalda íslenskunni og varðveita menningararfinn. Leiðir eru til. Til dæmis styðja hugvísindadeildir í háskólum sem nú þegar sinna frábæru starfi og miðla áfram faglegri færni í hvernig megi halda utan um menningararfinn. Leggjum áherslu á að aðflutt fólk frá öðrum tungumálasvæðum læri íslensku, sérstaklega börnin. Kennum þeim íslenska menningu, hefðir og siði. Þegar fólk flyst til annarra landa þarf að aðlagast því menningarsvæði sem það flytur til og læra tungumálið. Fólk fær ekki einu sinni vinnu nema hafa grunnþekkingu í tungumálinu. Af hverju á það ekki við um Ísland? Eingöngu í löndum sem hafa algjörlega misst menningarlega sérstöðu sína, eins og t.d. Kanaríeyjar þarf fólk ekki að aðlagast og læra tungumálið á staðnum. Einnig þarf að efla færni íslenskra barna í íslensku svo þau leiti ekki í ensku til að tjá sig. Besta leiðin til að auka orðaforða er að lesa sem mest á íslensku. Því er mikilvægt að halda að börnunum íslenskum bókum til að ná lesskilningi og auknum orðaforða. Byrja að lesa fyrir börnin strax í frumbernsku. Þannig vex þekking samfélagsins alls. Börnin okkar eiga eftir að taka við landinu af okkur sem eldri erum. Með auknum lesskilningi og þekkingu á menningarverðmætunum viðhöldum við þjóðmenningu okkar og sérstöðu. Undirrituð er leiðsögumaður og því legg ég áherslu á að alltaf þurfi löggilda og faglega leiðsögn í hópferðum erlendra ferðamanna. Í mörgum löndum er það sett í lög að alltaf þurfi að vera innlendur leiðsögumaður með hópum. Þannig fá ferðamenn breiðari þekkingu um Ísland sem þeir síðan deila víða um heim. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður fyrir þig og þjóðina. Ávinningurinn er því mikill að kjósa Lýðræðisflokkinn. Höfundur skipar 4. sæti X-L Reykjavík norður, hagnýtur menningarmiðlari, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri Create Iceland Travel ehf.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar