Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2024 17:29 Frá jarðarför Samuel Paty. AP/Francois Mori Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. Kennarinn hét Samuel Paty og var 47 ára gamall. Hann var myrtur á götu út í París um hábjartan dag í október 2020. Það var nokkrum dögum eftir að hann hafði sýnt nemendum sínum mynd af Múhameð í tíma um málfrelsi. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og skar af honum höfuðið en var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Morðinginn hét Abdoullakh Anzorov og fæddist í Moskvu. Áður en hann var skotinn til bana birti hann mynd af höfði Samy með skilaboðum sem stíluð voru á Emmanuel Macron, forseta Frakklands. „Ég tók einn af hundunum þínum sem vogaði sér að gera lítið úr Múhameð af lífi.“ Í frétt LeParisien um réttarhöldin segir að Anzorov hafi virst í leit að fórnarlambi um nokkurra vikna skeið. Hann hafi meðal annars sagt vini sínum nokkrum dögum áður en hann myrti Samy að brátt myndu allir vera að tala um hann. Hann er sagður hafa fundið nafn Paty á spjallþráðum vígamanna en samkvæmt saksóknurum sagðist Anzorov vilja fara til Sýrlands og taka þátt í átökum þar. Anzorov bjó í hundrað kílómetra fjarlægð frá París og þekkti Paty ekki með nokkrum hætti. Vinir, faðir og fyrrverandi talsmaður Meðal þeirra sem réttað er yfir eru vinir Anzorov sem eru sagðir hafa hjálpað honum að kaupa vopnin sem hann notaði og fólk sem dreifði lygum um Paty og netinu í aðdraganda morðs hans. Tveir vina Anzorov standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi en annar þeirra hjálpaði honum að kaupa vopn og hinn keyrði hann til Parísar. Báðir gáfu sig fram við lögreglu og sögðust ekki hafa verið meðvitaðir um ætlanir Anzorovs. Frá fjölmennum mótmælum í París eftir að kennarinn Samuel Paty var myrtur og afhöfðaður í október 2020.AP/Michel Euler Fjórir eru ákærðir vegna samskipta sinna við Anzorov en einn þeirra setti meðal annars broskall við myndina af höfði Patys. Hópur ungmenna fékk dóma vegna morðsins í fyrra en þar á meðal voru nemendur Samy sem höfðu sagt ósatt um hvað hann gerði í tíma og nemendur sem bentu Anzorov á kennarann fyrir morðið. Einn sakborninganna heitir Brahim Chnina, faðir ungrar stúlku sem var þrettán ára þegar Paty sýndi myndina af Múhameð, og laug hún því að henni hefði verið vísað úr kennslustofunni á meðan. Faðirinn sendi skilaboð á aðra foreldra og vini sína, þar sem hann sagði Paty „sjúkan“ og kallaði eftir því að honum yrði sagt upp, auk þess sem hann dreifði heimilisfangi skólans. Eins og fram kemur í frétt France24 laug dóttir hans að honum og var hún ekki í tíma þegar myndin var sýnd. Dóttirin var dæmd í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fjórir aðrir nemendur fengu svipaðan dóm en einn til viðbótar, sem benti Anzorov á Paty í skiptum fyrir peninga var dæmdur í sex mánaða stofufangelsi með rafrænu eftirliti. Annar sem verið er að rétta yfir er Abdelhakim Sefrioui, en hann sagðist á sínum tíma vera talsmaður íslamskra bænapresta í Frakklandi, þó hann hafi áður verið rekinn úr því starfi. Sefrioui tók meðal annars upp myndband með Chnina fyrir utan skólanna þar sem hann kallaði Samy ítrekað „þrjót“ og hvatti stjórnendur skólans til að reka hann. Báðir standa frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist, verði þeir fundnir sekir. Þeir eru í raun sakaðir um að hafa leitt til dauða kennarans með færslum sínum á samfélagsmiðlum og skilaboðum en þvertaka fyrir að svo sé. Kennarar kvarta yfir erfiðleikum Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Á undanförnum árum hafa kennarar þó kvartað yfir því að það hafi orðið sífellt erfiðara á undanförnum árum. Í einhverjum tilfellum hafa kennarar sagst ekki þora að lesa söguna um gríslingana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og hafa sagnfræðikennarar forðast að fjalla um trúarádeildur. Annar franskur kennari var myrtur af öfgamanni frá Ingúsjetíu í Rússlandi, sem er hérað við hlið Téténíu, í fyrra. Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14 Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Kennarinn hét Samuel Paty og var 47 ára gamall. Hann var myrtur á götu út í París um hábjartan dag í október 2020. Það var nokkrum dögum eftir að hann hafði sýnt nemendum sínum mynd af Múhameð í tíma um málfrelsi. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og skar af honum höfuðið en var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Morðinginn hét Abdoullakh Anzorov og fæddist í Moskvu. Áður en hann var skotinn til bana birti hann mynd af höfði Samy með skilaboðum sem stíluð voru á Emmanuel Macron, forseta Frakklands. „Ég tók einn af hundunum þínum sem vogaði sér að gera lítið úr Múhameð af lífi.“ Í frétt LeParisien um réttarhöldin segir að Anzorov hafi virst í leit að fórnarlambi um nokkurra vikna skeið. Hann hafi meðal annars sagt vini sínum nokkrum dögum áður en hann myrti Samy að brátt myndu allir vera að tala um hann. Hann er sagður hafa fundið nafn Paty á spjallþráðum vígamanna en samkvæmt saksóknurum sagðist Anzorov vilja fara til Sýrlands og taka þátt í átökum þar. Anzorov bjó í hundrað kílómetra fjarlægð frá París og þekkti Paty ekki með nokkrum hætti. Vinir, faðir og fyrrverandi talsmaður Meðal þeirra sem réttað er yfir eru vinir Anzorov sem eru sagðir hafa hjálpað honum að kaupa vopnin sem hann notaði og fólk sem dreifði lygum um Paty og netinu í aðdraganda morðs hans. Tveir vina Anzorov standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi en annar þeirra hjálpaði honum að kaupa vopn og hinn keyrði hann til Parísar. Báðir gáfu sig fram við lögreglu og sögðust ekki hafa verið meðvitaðir um ætlanir Anzorovs. Frá fjölmennum mótmælum í París eftir að kennarinn Samuel Paty var myrtur og afhöfðaður í október 2020.AP/Michel Euler Fjórir eru ákærðir vegna samskipta sinna við Anzorov en einn þeirra setti meðal annars broskall við myndina af höfði Patys. Hópur ungmenna fékk dóma vegna morðsins í fyrra en þar á meðal voru nemendur Samy sem höfðu sagt ósatt um hvað hann gerði í tíma og nemendur sem bentu Anzorov á kennarann fyrir morðið. Einn sakborninganna heitir Brahim Chnina, faðir ungrar stúlku sem var þrettán ára þegar Paty sýndi myndina af Múhameð, og laug hún því að henni hefði verið vísað úr kennslustofunni á meðan. Faðirinn sendi skilaboð á aðra foreldra og vini sína, þar sem hann sagði Paty „sjúkan“ og kallaði eftir því að honum yrði sagt upp, auk þess sem hann dreifði heimilisfangi skólans. Eins og fram kemur í frétt France24 laug dóttir hans að honum og var hún ekki í tíma þegar myndin var sýnd. Dóttirin var dæmd í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fjórir aðrir nemendur fengu svipaðan dóm en einn til viðbótar, sem benti Anzorov á Paty í skiptum fyrir peninga var dæmdur í sex mánaða stofufangelsi með rafrænu eftirliti. Annar sem verið er að rétta yfir er Abdelhakim Sefrioui, en hann sagðist á sínum tíma vera talsmaður íslamskra bænapresta í Frakklandi, þó hann hafi áður verið rekinn úr því starfi. Sefrioui tók meðal annars upp myndband með Chnina fyrir utan skólanna þar sem hann kallaði Samy ítrekað „þrjót“ og hvatti stjórnendur skólans til að reka hann. Báðir standa frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist, verði þeir fundnir sekir. Þeir eru í raun sakaðir um að hafa leitt til dauða kennarans með færslum sínum á samfélagsmiðlum og skilaboðum en þvertaka fyrir að svo sé. Kennarar kvarta yfir erfiðleikum Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Á undanförnum árum hafa kennarar þó kvartað yfir því að það hafi orðið sífellt erfiðara á undanförnum árum. Í einhverjum tilfellum hafa kennarar sagst ekki þora að lesa söguna um gríslingana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og hafa sagnfræðikennarar forðast að fjalla um trúarádeildur. Annar franskur kennari var myrtur af öfgamanni frá Ingúsjetíu í Rússlandi, sem er hérað við hlið Téténíu, í fyrra.
Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14 Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30
Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45