Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar