Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Það er oft sagt að sköpun sé hjarta samfélagsins. Við þekkjum öll innblásturinn sem listir veita okkur - hvort heldur sem er í gegn um tónlist, myndlist, dans, ljóð, húmor, … - allt gefur þetta lífinu lit. En það er ákveðið litleysi yfir samfélaginu í dag. Ekki bara vegna þess að dagurinn styttist stöðugt heldur er ákveðinn þungi yfir öllu. Mér líður eins og samfélagið sé í ákveðnu þunglyndi núna. Efnahagsmálin eru þung. Stjórnmálin eru þung. Heilbrigðismálin, menntamálin og meira að segja lýðræðið er þunglamalegt. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum skyndikosningum sem er verið að demba yfir okkur daginn fyrir aðventuna - enn eitt vesenið sem stjórnmálin eru að angra okkur með. Og hvað svo? Fáum við það sama aftur á næsta kjörtímabili þangað til flokkspólitíkinni dettur í hug að sinna lýðræðinu aftur - rétt í kringum kosningar? Hvað getum við gert til þess að laga þetta? Kjósum öðruvísi Já. Nú er tími til þess að gera eitthvað öðruvísi eins og Einstein sagði. Sköpun kemur víða við sögu, meðal annars í tækni, opinberri stjórnsýslu og lýðræði. Sköpun er drifkraftur framfara og velferðar. En hvað gerist þegar við gleymum að styðja við þessa krafta? Sköpun er ekki aðeins efnahagslegt mál, hún er einnig menningarleg eða félagsleg. Til að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi verðum við að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum samfélagsins - út um allt land. Aðgengi að menningu er næring fyrir sálina og lýðræðið Listir og menning spegla ekki aðeins samfélagið; þær móta það einnig. Þegar við tryggjum að allir hafi aðgang að listum og menningu, óháð efnahag eða stöðu, stuðlum við að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Píratar telja mikilvægt að líta á menningu og skapandi greinar sem eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og sem efnahagslega og samfélagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Áhersla á listmenntun og nýsköpun í menntakerfinu Listmenntun leikur lykilhlutverk í að rækta gagnrýna hugsun, skapandi færni og almennt læsi á samfélagið. Með því að efla listmenntun á öllum skólastigum stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu menningarlífi. Píratar vilja leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af hæfileikum og áhuga hvers nemanda. Með því að innleiða nýsköpun í menntakerfinu - ekki bara á sviði hinna klassísku og óhefðbundnu listgreina heldur líka með kennslu í gervigreind, gagnavísindum og forritun - undirbúum við komandi kynslóðir fyrir framtíðaráskoranir. Aðgengi að listum og menningu fyrir alla Píratar vilja tryggja að allir hafi jafnan rétt til að njóta lista og menningar, óháð efnahag, búsetu eða uppruna. Með því að auka aðgengi að listmenntun og menningarstofnunum, hampa barnamenningu og styðja við menningarstofnanir, stuðlum við að félagslegri samheldni og efnahagslegri þróun. Aðgangur að menningu er næring fyrir bæði sálina og lýðræðið og stuðlar auk þess að heilbrigðu og skapandi samfélagi. Nýsköpun sem drifkraftur efnahagslífsins Nýsköpun út um allt land er lykillinn að sjálfbærri verðmætasköpun. Einföldum hvernig við stofnum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki og aukum styrki til grænna sprota. Þannig getum við byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Efnahagsleg rörsýn atvinnulífsflokkanna gleymir alltaf heildarsamhenginu. Þó atvinnulífið sé mikilvægt þá er það bara hluti af samfélaginu í heild sinni. Píratar vilja byggja upp aðstöðu til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins í náinni samvinnu við bæði sveitarfélög og frumkvöðla ásamt því að innleiða nýsköpun í opinberum rekstri ná þannig hagræðingu með nýrri tækni og þekkingu. Sköpun í opinberri stjórnsýslu og lýðræði Nýsköpun á ekki aðeins við um atvinnulífið heldur einnig um opinbera stjórnsýslu. Með því að innleiða nýskapandi lausnir í stjórnsýslunni getum við aukið skilvirkni, gagnsæi og þátttöku almennings. Píratar vilja efla lýðræðislega þátttöku og ábyrgð með því að tryggja frumkvæðisrétt og málskotsrétt almennings í nýrri stjórnarskrá, sem mun stuðla að heilbrigðara og skapandi lýðræðissamfélagi. Við þurfum að taka valdið af stjórnmálaflokkunum þannig að það sé ekki bara lýðræði á fjögurra ára fresti eða hvenær sem þeim dettur í hug að boða til skyndikosninga. Sköpun sem grunnur að sjálfbærri framtíð Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta samfélaginu hratt. Til að tryggja að Ísland sé í fararbroddi í þessari þróun þarf að efla menntun og færniþróun í tengslum við gervigreind og nýsköpun. Píratar vilja gera Ísland að miðstöð þekkingar og grænnar nýsköpunar með því að stofna alþjóðlegt þekkingar- og nýsköpunarsetur á sviði umhverfis- og loftslagsmála og auka samvinnu við háskóla innan lands og utan. Samspil sköpunar og efnahagsmála Sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi; hún er efnahagslegt afl sem drífur samfélagið áfram. Því þegar allt kemur til alls þá er hagkerfið í raun ekkert annað en samskipti milli fólks með tungumáli sem heitir gjaldmiðill. Eins og uppáhalds hagfræðingurinn minn segir, að til þess að skilja hagkerfið þá þarf að skilja mannlega hegðun. Ekkert tjáir mannlega hegðun meira en sköpun - í víðu samhengi þess orðs. Með því að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum - í listum, menntun, tækni, opinberri stjórnsýslu, lýðræði - getum við byggt upp sterkt, sjálfbært og réttlátt samfélag. Það er kominn tími til að viðurkenna að sköpun er aðal efnahagsmálið og gera hana að forgangsatriði í stefnumótun og fjárfestingum. Píratar vilja stunda nýja pólitík sem setur sköpun í forgrunn, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Höfundur skipar 1. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að sköpun sé hjarta samfélagsins. Við þekkjum öll innblásturinn sem listir veita okkur - hvort heldur sem er í gegn um tónlist, myndlist, dans, ljóð, húmor, … - allt gefur þetta lífinu lit. En það er ákveðið litleysi yfir samfélaginu í dag. Ekki bara vegna þess að dagurinn styttist stöðugt heldur er ákveðinn þungi yfir öllu. Mér líður eins og samfélagið sé í ákveðnu þunglyndi núna. Efnahagsmálin eru þung. Stjórnmálin eru þung. Heilbrigðismálin, menntamálin og meira að segja lýðræðið er þunglamalegt. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum skyndikosningum sem er verið að demba yfir okkur daginn fyrir aðventuna - enn eitt vesenið sem stjórnmálin eru að angra okkur með. Og hvað svo? Fáum við það sama aftur á næsta kjörtímabili þangað til flokkspólitíkinni dettur í hug að sinna lýðræðinu aftur - rétt í kringum kosningar? Hvað getum við gert til þess að laga þetta? Kjósum öðruvísi Já. Nú er tími til þess að gera eitthvað öðruvísi eins og Einstein sagði. Sköpun kemur víða við sögu, meðal annars í tækni, opinberri stjórnsýslu og lýðræði. Sköpun er drifkraftur framfara og velferðar. En hvað gerist þegar við gleymum að styðja við þessa krafta? Sköpun er ekki aðeins efnahagslegt mál, hún er einnig menningarleg eða félagsleg. Til að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi verðum við að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum samfélagsins - út um allt land. Aðgengi að menningu er næring fyrir sálina og lýðræðið Listir og menning spegla ekki aðeins samfélagið; þær móta það einnig. Þegar við tryggjum að allir hafi aðgang að listum og menningu, óháð efnahag eða stöðu, stuðlum við að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Píratar telja mikilvægt að líta á menningu og skapandi greinar sem eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og sem efnahagslega og samfélagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Áhersla á listmenntun og nýsköpun í menntakerfinu Listmenntun leikur lykilhlutverk í að rækta gagnrýna hugsun, skapandi færni og almennt læsi á samfélagið. Með því að efla listmenntun á öllum skólastigum stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu menningarlífi. Píratar vilja leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af hæfileikum og áhuga hvers nemanda. Með því að innleiða nýsköpun í menntakerfinu - ekki bara á sviði hinna klassísku og óhefðbundnu listgreina heldur líka með kennslu í gervigreind, gagnavísindum og forritun - undirbúum við komandi kynslóðir fyrir framtíðaráskoranir. Aðgengi að listum og menningu fyrir alla Píratar vilja tryggja að allir hafi jafnan rétt til að njóta lista og menningar, óháð efnahag, búsetu eða uppruna. Með því að auka aðgengi að listmenntun og menningarstofnunum, hampa barnamenningu og styðja við menningarstofnanir, stuðlum við að félagslegri samheldni og efnahagslegri þróun. Aðgangur að menningu er næring fyrir bæði sálina og lýðræðið og stuðlar auk þess að heilbrigðu og skapandi samfélagi. Nýsköpun sem drifkraftur efnahagslífsins Nýsköpun út um allt land er lykillinn að sjálfbærri verðmætasköpun. Einföldum hvernig við stofnum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki og aukum styrki til grænna sprota. Þannig getum við byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Efnahagsleg rörsýn atvinnulífsflokkanna gleymir alltaf heildarsamhenginu. Þó atvinnulífið sé mikilvægt þá er það bara hluti af samfélaginu í heild sinni. Píratar vilja byggja upp aðstöðu til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins í náinni samvinnu við bæði sveitarfélög og frumkvöðla ásamt því að innleiða nýsköpun í opinberum rekstri ná þannig hagræðingu með nýrri tækni og þekkingu. Sköpun í opinberri stjórnsýslu og lýðræði Nýsköpun á ekki aðeins við um atvinnulífið heldur einnig um opinbera stjórnsýslu. Með því að innleiða nýskapandi lausnir í stjórnsýslunni getum við aukið skilvirkni, gagnsæi og þátttöku almennings. Píratar vilja efla lýðræðislega þátttöku og ábyrgð með því að tryggja frumkvæðisrétt og málskotsrétt almennings í nýrri stjórnarskrá, sem mun stuðla að heilbrigðara og skapandi lýðræðissamfélagi. Við þurfum að taka valdið af stjórnmálaflokkunum þannig að það sé ekki bara lýðræði á fjögurra ára fresti eða hvenær sem þeim dettur í hug að boða til skyndikosninga. Sköpun sem grunnur að sjálfbærri framtíð Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta samfélaginu hratt. Til að tryggja að Ísland sé í fararbroddi í þessari þróun þarf að efla menntun og færniþróun í tengslum við gervigreind og nýsköpun. Píratar vilja gera Ísland að miðstöð þekkingar og grænnar nýsköpunar með því að stofna alþjóðlegt þekkingar- og nýsköpunarsetur á sviði umhverfis- og loftslagsmála og auka samvinnu við háskóla innan lands og utan. Samspil sköpunar og efnahagsmála Sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi; hún er efnahagslegt afl sem drífur samfélagið áfram. Því þegar allt kemur til alls þá er hagkerfið í raun ekkert annað en samskipti milli fólks með tungumáli sem heitir gjaldmiðill. Eins og uppáhalds hagfræðingurinn minn segir, að til þess að skilja hagkerfið þá þarf að skilja mannlega hegðun. Ekkert tjáir mannlega hegðun meira en sköpun - í víðu samhengi þess orðs. Með því að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum - í listum, menntun, tækni, opinberri stjórnsýslu, lýðræði - getum við byggt upp sterkt, sjálfbært og réttlátt samfélag. Það er kominn tími til að viðurkenna að sköpun er aðal efnahagsmálið og gera hana að forgangsatriði í stefnumótun og fjárfestingum. Píratar vilja stunda nýja pólitík sem setur sköpun í forgrunn, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Höfundur skipar 1. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar