Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Það er oft sagt að sköpun sé hjarta samfélagsins. Við þekkjum öll innblásturinn sem listir veita okkur - hvort heldur sem er í gegn um tónlist, myndlist, dans, ljóð, húmor, … - allt gefur þetta lífinu lit. En það er ákveðið litleysi yfir samfélaginu í dag. Ekki bara vegna þess að dagurinn styttist stöðugt heldur er ákveðinn þungi yfir öllu. Mér líður eins og samfélagið sé í ákveðnu þunglyndi núna. Efnahagsmálin eru þung. Stjórnmálin eru þung. Heilbrigðismálin, menntamálin og meira að segja lýðræðið er þunglamalegt. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum skyndikosningum sem er verið að demba yfir okkur daginn fyrir aðventuna - enn eitt vesenið sem stjórnmálin eru að angra okkur með. Og hvað svo? Fáum við það sama aftur á næsta kjörtímabili þangað til flokkspólitíkinni dettur í hug að sinna lýðræðinu aftur - rétt í kringum kosningar? Hvað getum við gert til þess að laga þetta? Kjósum öðruvísi Já. Nú er tími til þess að gera eitthvað öðruvísi eins og Einstein sagði. Sköpun kemur víða við sögu, meðal annars í tækni, opinberri stjórnsýslu og lýðræði. Sköpun er drifkraftur framfara og velferðar. En hvað gerist þegar við gleymum að styðja við þessa krafta? Sköpun er ekki aðeins efnahagslegt mál, hún er einnig menningarleg eða félagsleg. Til að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi verðum við að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum samfélagsins - út um allt land. Aðgengi að menningu er næring fyrir sálina og lýðræðið Listir og menning spegla ekki aðeins samfélagið; þær móta það einnig. Þegar við tryggjum að allir hafi aðgang að listum og menningu, óháð efnahag eða stöðu, stuðlum við að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Píratar telja mikilvægt að líta á menningu og skapandi greinar sem eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og sem efnahagslega og samfélagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Áhersla á listmenntun og nýsköpun í menntakerfinu Listmenntun leikur lykilhlutverk í að rækta gagnrýna hugsun, skapandi færni og almennt læsi á samfélagið. Með því að efla listmenntun á öllum skólastigum stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu menningarlífi. Píratar vilja leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af hæfileikum og áhuga hvers nemanda. Með því að innleiða nýsköpun í menntakerfinu - ekki bara á sviði hinna klassísku og óhefðbundnu listgreina heldur líka með kennslu í gervigreind, gagnavísindum og forritun - undirbúum við komandi kynslóðir fyrir framtíðaráskoranir. Aðgengi að listum og menningu fyrir alla Píratar vilja tryggja að allir hafi jafnan rétt til að njóta lista og menningar, óháð efnahag, búsetu eða uppruna. Með því að auka aðgengi að listmenntun og menningarstofnunum, hampa barnamenningu og styðja við menningarstofnanir, stuðlum við að félagslegri samheldni og efnahagslegri þróun. Aðgangur að menningu er næring fyrir bæði sálina og lýðræðið og stuðlar auk þess að heilbrigðu og skapandi samfélagi. Nýsköpun sem drifkraftur efnahagslífsins Nýsköpun út um allt land er lykillinn að sjálfbærri verðmætasköpun. Einföldum hvernig við stofnum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki og aukum styrki til grænna sprota. Þannig getum við byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Efnahagsleg rörsýn atvinnulífsflokkanna gleymir alltaf heildarsamhenginu. Þó atvinnulífið sé mikilvægt þá er það bara hluti af samfélaginu í heild sinni. Píratar vilja byggja upp aðstöðu til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins í náinni samvinnu við bæði sveitarfélög og frumkvöðla ásamt því að innleiða nýsköpun í opinberum rekstri ná þannig hagræðingu með nýrri tækni og þekkingu. Sköpun í opinberri stjórnsýslu og lýðræði Nýsköpun á ekki aðeins við um atvinnulífið heldur einnig um opinbera stjórnsýslu. Með því að innleiða nýskapandi lausnir í stjórnsýslunni getum við aukið skilvirkni, gagnsæi og þátttöku almennings. Píratar vilja efla lýðræðislega þátttöku og ábyrgð með því að tryggja frumkvæðisrétt og málskotsrétt almennings í nýrri stjórnarskrá, sem mun stuðla að heilbrigðara og skapandi lýðræðissamfélagi. Við þurfum að taka valdið af stjórnmálaflokkunum þannig að það sé ekki bara lýðræði á fjögurra ára fresti eða hvenær sem þeim dettur í hug að boða til skyndikosninga. Sköpun sem grunnur að sjálfbærri framtíð Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta samfélaginu hratt. Til að tryggja að Ísland sé í fararbroddi í þessari þróun þarf að efla menntun og færniþróun í tengslum við gervigreind og nýsköpun. Píratar vilja gera Ísland að miðstöð þekkingar og grænnar nýsköpunar með því að stofna alþjóðlegt þekkingar- og nýsköpunarsetur á sviði umhverfis- og loftslagsmála og auka samvinnu við háskóla innan lands og utan. Samspil sköpunar og efnahagsmála Sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi; hún er efnahagslegt afl sem drífur samfélagið áfram. Því þegar allt kemur til alls þá er hagkerfið í raun ekkert annað en samskipti milli fólks með tungumáli sem heitir gjaldmiðill. Eins og uppáhalds hagfræðingurinn minn segir, að til þess að skilja hagkerfið þá þarf að skilja mannlega hegðun. Ekkert tjáir mannlega hegðun meira en sköpun - í víðu samhengi þess orðs. Með því að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum - í listum, menntun, tækni, opinberri stjórnsýslu, lýðræði - getum við byggt upp sterkt, sjálfbært og réttlátt samfélag. Það er kominn tími til að viðurkenna að sköpun er aðal efnahagsmálið og gera hana að forgangsatriði í stefnumótun og fjárfestingum. Píratar vilja stunda nýja pólitík sem setur sköpun í forgrunn, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Höfundur skipar 1. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að sköpun sé hjarta samfélagsins. Við þekkjum öll innblásturinn sem listir veita okkur - hvort heldur sem er í gegn um tónlist, myndlist, dans, ljóð, húmor, … - allt gefur þetta lífinu lit. En það er ákveðið litleysi yfir samfélaginu í dag. Ekki bara vegna þess að dagurinn styttist stöðugt heldur er ákveðinn þungi yfir öllu. Mér líður eins og samfélagið sé í ákveðnu þunglyndi núna. Efnahagsmálin eru þung. Stjórnmálin eru þung. Heilbrigðismálin, menntamálin og meira að segja lýðræðið er þunglamalegt. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum skyndikosningum sem er verið að demba yfir okkur daginn fyrir aðventuna - enn eitt vesenið sem stjórnmálin eru að angra okkur með. Og hvað svo? Fáum við það sama aftur á næsta kjörtímabili þangað til flokkspólitíkinni dettur í hug að sinna lýðræðinu aftur - rétt í kringum kosningar? Hvað getum við gert til þess að laga þetta? Kjósum öðruvísi Já. Nú er tími til þess að gera eitthvað öðruvísi eins og Einstein sagði. Sköpun kemur víða við sögu, meðal annars í tækni, opinberri stjórnsýslu og lýðræði. Sköpun er drifkraftur framfara og velferðar. En hvað gerist þegar við gleymum að styðja við þessa krafta? Sköpun er ekki aðeins efnahagslegt mál, hún er einnig menningarleg eða félagsleg. Til að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi verðum við að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum samfélagsins - út um allt land. Aðgengi að menningu er næring fyrir sálina og lýðræðið Listir og menning spegla ekki aðeins samfélagið; þær móta það einnig. Þegar við tryggjum að allir hafi aðgang að listum og menningu, óháð efnahag eða stöðu, stuðlum við að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Píratar telja mikilvægt að líta á menningu og skapandi greinar sem eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og sem efnahagslega og samfélagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Áhersla á listmenntun og nýsköpun í menntakerfinu Listmenntun leikur lykilhlutverk í að rækta gagnrýna hugsun, skapandi færni og almennt læsi á samfélagið. Með því að efla listmenntun á öllum skólastigum stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu menningarlífi. Píratar vilja leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af hæfileikum og áhuga hvers nemanda. Með því að innleiða nýsköpun í menntakerfinu - ekki bara á sviði hinna klassísku og óhefðbundnu listgreina heldur líka með kennslu í gervigreind, gagnavísindum og forritun - undirbúum við komandi kynslóðir fyrir framtíðaráskoranir. Aðgengi að listum og menningu fyrir alla Píratar vilja tryggja að allir hafi jafnan rétt til að njóta lista og menningar, óháð efnahag, búsetu eða uppruna. Með því að auka aðgengi að listmenntun og menningarstofnunum, hampa barnamenningu og styðja við menningarstofnanir, stuðlum við að félagslegri samheldni og efnahagslegri þróun. Aðgangur að menningu er næring fyrir bæði sálina og lýðræðið og stuðlar auk þess að heilbrigðu og skapandi samfélagi. Nýsköpun sem drifkraftur efnahagslífsins Nýsköpun út um allt land er lykillinn að sjálfbærri verðmætasköpun. Einföldum hvernig við stofnum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki og aukum styrki til grænna sprota. Þannig getum við byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Efnahagsleg rörsýn atvinnulífsflokkanna gleymir alltaf heildarsamhenginu. Þó atvinnulífið sé mikilvægt þá er það bara hluti af samfélaginu í heild sinni. Píratar vilja byggja upp aðstöðu til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins í náinni samvinnu við bæði sveitarfélög og frumkvöðla ásamt því að innleiða nýsköpun í opinberum rekstri ná þannig hagræðingu með nýrri tækni og þekkingu. Sköpun í opinberri stjórnsýslu og lýðræði Nýsköpun á ekki aðeins við um atvinnulífið heldur einnig um opinbera stjórnsýslu. Með því að innleiða nýskapandi lausnir í stjórnsýslunni getum við aukið skilvirkni, gagnsæi og þátttöku almennings. Píratar vilja efla lýðræðislega þátttöku og ábyrgð með því að tryggja frumkvæðisrétt og málskotsrétt almennings í nýrri stjórnarskrá, sem mun stuðla að heilbrigðara og skapandi lýðræðissamfélagi. Við þurfum að taka valdið af stjórnmálaflokkunum þannig að það sé ekki bara lýðræði á fjögurra ára fresti eða hvenær sem þeim dettur í hug að boða til skyndikosninga. Sköpun sem grunnur að sjálfbærri framtíð Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta samfélaginu hratt. Til að tryggja að Ísland sé í fararbroddi í þessari þróun þarf að efla menntun og færniþróun í tengslum við gervigreind og nýsköpun. Píratar vilja gera Ísland að miðstöð þekkingar og grænnar nýsköpunar með því að stofna alþjóðlegt þekkingar- og nýsköpunarsetur á sviði umhverfis- og loftslagsmála og auka samvinnu við háskóla innan lands og utan. Samspil sköpunar og efnahagsmála Sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi; hún er efnahagslegt afl sem drífur samfélagið áfram. Því þegar allt kemur til alls þá er hagkerfið í raun ekkert annað en samskipti milli fólks með tungumáli sem heitir gjaldmiðill. Eins og uppáhalds hagfræðingurinn minn segir, að til þess að skilja hagkerfið þá þarf að skilja mannlega hegðun. Ekkert tjáir mannlega hegðun meira en sköpun - í víðu samhengi þess orðs. Með því að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum - í listum, menntun, tækni, opinberri stjórnsýslu, lýðræði - getum við byggt upp sterkt, sjálfbært og réttlátt samfélag. Það er kominn tími til að viðurkenna að sköpun er aðal efnahagsmálið og gera hana að forgangsatriði í stefnumótun og fjárfestingum. Píratar vilja stunda nýja pólitík sem setur sköpun í forgrunn, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Höfundur skipar 1. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar