Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Umhverfismál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun