Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun