Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:47 Íslensku menntaverðlaunin heiðra þau sem eru leiðandi í íslensku skólasamfélagi. Einstökum fyrirmyndum er veitt sú viðurkenning sem þau eiga skilið og mikilvægu framlagi þeirra til menntamála á Íslandi er fagnað. Þau sem hljóta verðlaunin gegna lykilhlutverki í að styrkja eldmóð og hvatningu allra þeirra sem vinna að uppbyggingu og þróun menntakerfisins hér á landi. Tilnefningar til verðlaunanna í ár endurspegla þá nýsköpun og metnað sem einkennir íslenskt skólasamfélag – ekki síst þá elju og fagmennsku sem kennarar um land allt sýna á degi hverjum. Þannig minna verðlaunin okkur á það grundvallarhlutverk sem kennarar gegna í íslensku samfélagi, sem hjarta menntakerfisins. Íslensku menntaverðlaunin 2024 varpa skýru ljósi á þá þróun og fjölbreytni sem íslenskt menntakerfi hefur tileinkað sér. Fellaskóli hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi starf með börnum af erlendum uppruna, þar sem áhersla er lögð á tengsl við fjölskyldur og jöfn tækifæri fyrir alla nemendur til að njóta sín og þróa hæfileika sína. Verkefnið endurspeglar virði fjölmenningar og veitir öðrum skólum innblástur til að styðja fjölbreyttan nemendahóp á eigin forsendum. Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk verðlaun fyrir verkefni sem opnar grunnskólanemendum dyr að fjölbreyttu iðn- og verknámi framhaldsskólans, og stuðlar þannig að sveigjanleika og tengingu við atvinnulífið. Kennarinn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Sjálandsskóla hlaut verðlaunin fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir í útinámi, þar sem hún leggur áherslu á tengsl við náttúru og samvinnu við nemendur. Helgafellsskóli fékk verðlaun fyrir verkefnið Snjallræði, þar sem nemendur á öllum skólastigum takast á við skapandi hönnunaráskoranir sem þjálfa þá í gagnrýninni hugsun og hópvinnu. Hvatningarverðlaun hlutu Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Þeir hafa með leiðsögn og stuðningi eflt kennara og nemendur um allt land til að nýta upplýsingatækni á markvissan hátt. Framlag þeirra styrkir kennsluhætti og eykur færni skólanna í að nota tæknina á skapandi og gagnlegan hátt, sem er mikilvægt fyrir framtíð íslenskrar menntunar. Íslensku menntaverðlaunin minna okkur á að við þurfum menntakerfi sem horfir fram á veginn, ekki til fortíðar. Við þurfum kerfi sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópum, sveigjanleika í námsleiðum og kennsluaðferðum sem henta samfélagi í hraðri þróun. Hugmyndir um gamaldags kennsluhætti, aðgreiningu nemenda eða samræmd próf sem meta færni nemenda örfáum sinnum yfir námsferilinn eru ekki þær lausnir sem undirbúa börnin okkar fyrir þann breytilega heim sem mun mæta þeim. Umræða um skólakerfið hefur verið hávær síðustu misserin, ég fagna því að fleiri stjórnmálaflokkar séu loksins að átta sig mikilvægi þess að fjárfesta tíma og fjármunum í börnin okkar. Á sama tíma hef ég áhyggjur af skammsýnum hugmyndum, einfeldningslegum lausnum á flóknum áskorunum sem byggja á úreltri hugmyndafræði og draga okkur áratugi aftur í tímann. Skólinn er staður fyrir öll börn, hann er okkar helsta og mikilvægasta jöfnunartæki. Horfum til framtíðar! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensku menntaverðlaunin heiðra þau sem eru leiðandi í íslensku skólasamfélagi. Einstökum fyrirmyndum er veitt sú viðurkenning sem þau eiga skilið og mikilvægu framlagi þeirra til menntamála á Íslandi er fagnað. Þau sem hljóta verðlaunin gegna lykilhlutverki í að styrkja eldmóð og hvatningu allra þeirra sem vinna að uppbyggingu og þróun menntakerfisins hér á landi. Tilnefningar til verðlaunanna í ár endurspegla þá nýsköpun og metnað sem einkennir íslenskt skólasamfélag – ekki síst þá elju og fagmennsku sem kennarar um land allt sýna á degi hverjum. Þannig minna verðlaunin okkur á það grundvallarhlutverk sem kennarar gegna í íslensku samfélagi, sem hjarta menntakerfisins. Íslensku menntaverðlaunin 2024 varpa skýru ljósi á þá þróun og fjölbreytni sem íslenskt menntakerfi hefur tileinkað sér. Fellaskóli hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi starf með börnum af erlendum uppruna, þar sem áhersla er lögð á tengsl við fjölskyldur og jöfn tækifæri fyrir alla nemendur til að njóta sín og þróa hæfileika sína. Verkefnið endurspeglar virði fjölmenningar og veitir öðrum skólum innblástur til að styðja fjölbreyttan nemendahóp á eigin forsendum. Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk verðlaun fyrir verkefni sem opnar grunnskólanemendum dyr að fjölbreyttu iðn- og verknámi framhaldsskólans, og stuðlar þannig að sveigjanleika og tengingu við atvinnulífið. Kennarinn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Sjálandsskóla hlaut verðlaunin fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir í útinámi, þar sem hún leggur áherslu á tengsl við náttúru og samvinnu við nemendur. Helgafellsskóli fékk verðlaun fyrir verkefnið Snjallræði, þar sem nemendur á öllum skólastigum takast á við skapandi hönnunaráskoranir sem þjálfa þá í gagnrýninni hugsun og hópvinnu. Hvatningarverðlaun hlutu Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Þeir hafa með leiðsögn og stuðningi eflt kennara og nemendur um allt land til að nýta upplýsingatækni á markvissan hátt. Framlag þeirra styrkir kennsluhætti og eykur færni skólanna í að nota tæknina á skapandi og gagnlegan hátt, sem er mikilvægt fyrir framtíð íslenskrar menntunar. Íslensku menntaverðlaunin minna okkur á að við þurfum menntakerfi sem horfir fram á veginn, ekki til fortíðar. Við þurfum kerfi sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópum, sveigjanleika í námsleiðum og kennsluaðferðum sem henta samfélagi í hraðri þróun. Hugmyndir um gamaldags kennsluhætti, aðgreiningu nemenda eða samræmd próf sem meta færni nemenda örfáum sinnum yfir námsferilinn eru ekki þær lausnir sem undirbúa börnin okkar fyrir þann breytilega heim sem mun mæta þeim. Umræða um skólakerfið hefur verið hávær síðustu misserin, ég fagna því að fleiri stjórnmálaflokkar séu loksins að átta sig mikilvægi þess að fjárfesta tíma og fjármunum í börnin okkar. Á sama tíma hef ég áhyggjur af skammsýnum hugmyndum, einfeldningslegum lausnum á flóknum áskorunum sem byggja á úreltri hugmyndafræði og draga okkur áratugi aftur í tímann. Skólinn er staður fyrir öll börn, hann er okkar helsta og mikilvægasta jöfnunartæki. Horfum til framtíðar! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun