Liverpool lagði Aston Villa 2-0 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það verður ekki annað sagt en Liverpool hafi hlaupið yfir gestina frá Birmingham sem réðu ekkert við ógnarhraða framherja lærisveina Arne Slot.
Eftir tap Manchester City gegn Brighton & Hove Albion gat Liverpool náð fimm stiga forystu á toppi töflunnar og var snemma ljóst að það var nákvæmlega það sem heima menn ætluðu sér.
Eftir tuttugu mínútna leik fengu gestirnir hornspyrnu. Hún var slök og boltinn hreinsaður fram, allt í einu var Mohamed Salah við það að sleppa í gegn en Leon Bailey braut á honum og hefði eflaust fengið reisupassann hefði boltinn ekki fallið fyrir fætur Darwin Núñez sem fór örlítið til hliðar og þrumað boltanum svo í netið þegar Emiliano Martínez kom út marki Villa.
TDARWIN DOES DAMAGE 👊
— Premier League (@premierleague) November 9, 2024
Darwin Nunez latches onto the ball, pushing it past the keeper and smashing it into the goal! 🥅 #LIVAVL pic.twitter.com/YDN8iIjttV
Staðan orðin 1-0 eftir þessa leiftursókn heimamanna og aðeins tíu mínútum síðar var Liverpool nánast búið að endurgera fyrsta mark leiksins. Aftur átti Villa horn, aftur var spyrnan slök, aftur fór Liverpool í skyndisókn en að þessu sinni skaut Núñez yfir úr góðu færi.
Gestirnir fengu færi áður en hálfleiknum lauk en Caoimhin Kelleher stóð fyrir sínu í marki Liverpool og staðan 1-0 í hálfleik.
Half-time at Anfield and Liverpool have the lead 🙌
— Premier League (@premierleague) November 9, 2024
Darwin Nunez gives his side an advantage after scoring in the 20th minute!#LIVAVL pic.twitter.com/TZkrxhurBe
Síðari hálfleikurinn var spennandi en enn og aftur voru horn Villa-manna þeim til vandræða. Þegar tíu mínútur lifðu leiks fékk Liverpool enn eina skyndisóknina eftir hornspyrnu gestanna en töpuðu boltanum á endanum upp við vítateig Villa.
Skömmu síðar gerði Salah út um leikinn með frábærum sprett upp hægri vænginn. Hann negldi knettinum svo yfir höfuð Martínez þegar Argentínumaðurinn kom valhoppandi úr marki sínu og staðan orðin 2-0.
SALAH STRIKES! 🏹🔴
— Premier League (@premierleague) November 9, 2024
Mohamed Salah runs from the halfway line to shoot the ball into the back of the net, giving @LFC a 2️⃣ - 0️⃣ lead! #LIVAVL pic.twitter.com/9N0Hv2jfDC
Eftir það gufaði barátta Villa upp og heimamenn sigldi sigrinum þægilega í hús. Lokatölur 2-0 og Liverpool nú með 28 stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.