Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar