Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar 8. nóvember 2024 10:47 Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun