Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Samgöngur Vegagerð Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun