Anton Sveinn er hættur Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 15:55 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn, fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli. Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira