Anton Sveinn er hættur Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 15:55 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn, fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli. Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira