Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 08:32 Unga sundfólkið okkar er að gera frábæra hluti á Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug og það lítur út fyrir að Ísland verði með flottan hóp á HM og NM í desember. Sundsamband Íslands Metin héldu áfram að falla í Ásvallalaug í Hafnarfirði á öðrum degi Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug. Mikið af flottum sundum og góðar bætingar hjá sundfólkinu sem greinilega er í miklum ham um helgina. Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson Sund Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sund Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira