Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 08:32 Unga sundfólkið okkar er að gera frábæra hluti á Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug og það lítur út fyrir að Ísland verði með flottan hóp á HM og NM í desember. Sundsamband Íslands Metin héldu áfram að falla í Ásvallalaug í Hafnarfirði á öðrum degi Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug. Mikið af flottum sundum og góðar bætingar hjá sundfólkinu sem greinilega er í miklum ham um helgina. Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson Sund Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sund Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira