Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 08:32 Unga sundfólkið okkar er að gera frábæra hluti á Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug og það lítur út fyrir að Ísland verði með flottan hóp á HM og NM í desember. Sundsamband Íslands Metin héldu áfram að falla í Ásvallalaug í Hafnarfirði á öðrum degi Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug. Mikið af flottum sundum og góðar bætingar hjá sundfólkinu sem greinilega er í miklum ham um helgina. Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira