Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun