Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar