Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Árni Sverrisson skrifa 12. nóvember 2024 08:30 Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Vilhjálmur Birgisson Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun