Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar 12. nóvember 2024 09:45 Þetta er löng færsla um karlmennsku, testósterón, breytingarskeið karla og upprisu með hjálp náttúrulegra efna. Endilega lestu í gegn ef þú ert bugaður karlmaður á miðjum aldri. Ég hef mikið velt því fyrir mér í hverju það felst að vera karlmaður í gegnum tíðina, spái alveg í hugtökum eins karlmennsku. Ég get endalaust velt mér upp úr allskonar einkennum karlmennskunar og eru mínar skilgreiningar eflaust á skjön við skilgreiningar einhvers annars, þetta er nefnilega allt smá afstætt og hugmyndum háð. Enn til dæmis ef einstaklingur sem hefur verið skilgreind sem kona tekur upp á því að skilgreina sig allt í einu sem karlmaður og fer í allskonar aðgerðir og hormónameðferðir þá án þess að ég þekki ferlið í þaula þá veit ég að viðkomandi fær testósterón inngjafir sem breytir líkama og hug. Ég hef séð konur verða að körlum með tilheyrandi skeggvexti og vöxturinn breytist. Ég hef meira að segja kynnst 3 einstaklingum í gegnum tíðina sem mig hefði aldrei grunað að hefðu eitt sinn skilgreinst sem konur áður en ferli þeirra fór í gang svo karlmannlegir voru þeir þegar ég kynntist þeim. Enn þetta var ekki það sem ég ætlaði að ræða heldur ætlaði ég að ræða hnignun á testósterón hjá miðaldra mönnum eins og mér sjálfum. Ertu 40 ára eða eldri? Ertu að upplifa þunglyndi, streitu, kvíða? Ertu andlaus og metnaðarlaus, þreyttur og ertu að upplifa vöðvarýrnun? Ertu að þyngjast og leitar huggunar í mat og bjór og bragðaref á virkum kvöldum? Ertu bugaður og með litla sem enga kynhvöt? Ertu með stoðkerfisverki, illt í baki, hnjám og mjöðmum? Ef þetta eru einkenni sem þú ert að tengja við þá má segja að þú sért kannski á breytingaskeiðinu sem felur í sér hnignun á testósterón. Ég þekki mörg þessi tilfelli og var sjálfur farin að finna smjörþefinn af þessu leiðindarástandi áður en ég greip inn í. Ég hef heyrt að margir læknar neiti sjúklingum um testósterón próf af óskýrum ástæðum á meðan aðrir líta á það sem sjálfsagða beiðni sjúklings. Ég hef verið heppin með lækna og látið framkalla þessi próf á mér nokkrum sinnum með góðum árangri. Þegar ég fór fyrst í tjékk árið 2016 var ég orðin fertugur og í döðlum líkamlega eftir að hafa misboðið líkama mínum í mörg ár. Ég mældist hár þar sem ég átti að vera lágur og lágur þar sem ég átti að vera hár, allt í steik. Ég byrjaði að taka mig í gegn en lagði ekkert sérstaklega áherslu á testósterón. Það var ekki fyrr en 5 árum seinna að ég var byrjaður að hreyfa mig og lyfta lóðum og búin að vera í algjöru bindindi frá áfengi og hreinsa til í matarræði að ég fann á mér að þetta krafðist athugunar. Sem sagt mætti ég til míns læknis árið 2021 og þá að glíma við verki í hnjám og mjóbaki og svo fannst mér ég vera að missa vöðvamassa og ekki vera jafn sterkur og ég hafði verið áður þrátt fyrir að mæta í ræktina. Þar að auki upplifði ég mig með skertan fókus og tilhneigingu til þunglyndis og depurðar og svo upplifði ég klárlega minnkandi kynhvöt. Þegar ég fór til hans var ég ákveðin í að læknirinn myndi bara senda mig í aðgerð á hnjám og gefa mér lyf en annað kom á daginn. Hann pantaði blóðprufu og sagði mér að hætta þessu væli og skoða hnébeygjur og réttstöðulyftur, lyfta meira og lyfta þyngra, allt leiðbeiningar sem ég tók til mín og tileinkaði mér. Niðurstaðan úr blóðrannsókninni sagði að öll gildi voru fín nema að testósterón gildi voru lág. Testórsterón mælist í tvennu lagi, annars vegar testósterón og virkt testósterón sem eins og ég skil það er aðgengilegt og ekki bundið í vöðvum. En niðurstöðurnar voru 14.2nmól/l (nanomoles per líter) á testósterón og 6.2 nmól/l í virku testósterón sem þykir svona í lægri kantinum en ekki nóg til að réttlæta inngjöf frá lækni. Út frá þessum niðurstöðum fór ég að kynna mér náttúrulega “testóboostera” og byrjaði á Ashwagandha sem er rót sem róar hugann, minnkar bólgur, lækkar blóðþrýsting, styrkir ónæmiskerfið og eykur á náttúrulega framleiðslu á testósteron hjá karlmönnum samhliða líkamlegu erfiði eins og lyftingum. Samhliða notkun minni á Ashwagandha notaði ég talsvert magn af hágæða kannabínóðum eins og CBD, CBN,CBG og THC, þar að auki hef ég notast við smáskammta af Psilocybin svepp og þá í skammtinum 100-200 mg í blöndu með 600-1000 mg af Lions mane eða Ljónshnakka. Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari og ég hélt að ég væri einfaldlega á toppnum en svo bætti ég við Shilajit og aftur tók ég stökk í líðan getu. Shilajit er líklega það öflugasta náttúrulega fæðubótarefni sem ég hef komist í tæri við. Unnið úr fjöllum Nepal og Indlands ásamt að hafa einnig fundist í Rússlandi og Afganistan. Þetta efni er hlaðið vítamínum, amino, fúlvin, og huminsýrum ásamt að búa yfir 85 tegundum af steinefnum. Svolítið í takt við Ashwagandha styður Shilajit við orkuframleiðslu, framleiðslu á hormónum í líkamanum, endurheimt ásamt að binda allskonar þungmálma og eiturefni. Á mínum fjórða degi á Shilajit í bland við allt annað sem ég hef tekið síðustu ár fór ég i ræktina og mér til mikillar furðu hafði ég aukið á allar þyngdir “overall” um 15% prósent. Ég fann fyrir áður óþekktri orku og einbeitingu og svo fór ég að vakna með hann beinstífan alla morgna eins og unglingurinn sem ég eitt sinn var. Þessi breyting kallaði á nýja blóðprufu og fór ég þá til míns læknis fyrir nokkrum dögum og hélt yfir honum einhverja þrumuræðu um hvað allt væri frábært og það krefðist greiningar. Daginn eftir fór ég svo fastandi í blóðprufu og niðurstaðan var sláandi. Allar tölur aðrar en testósterón og virkt testósterón voru svipaðar frá árinu 2021 á meðan testósterón mældist í 20 nmól/l og virkt testósterón í 9.3 nmól/l sem er aukning um 25% heilt yfir á 3 árum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við hvernig mér líður 48 ára gamall. Aftur á móti hafa rannsóknir sýnt að testósterónmagn karla hefur lækkað um 20% síðastliðinn 20 ár. Ástæða fyrir því er líklega streita og kvíði í bland við allskonar geðlyfjanotkun, hreyfingarleysi, slæmt og ónáttúrulegt mataræði, samfélagsmiðla og skjánotkun. Náttúran virkar krakkar, hreyfing virkar, lyftingar virka, öndunaræfingar og kæling og saunur virka, hreint mataræði virkar og vítamín og náttúruleg bætiefni virka. Svo aftur að skilgreiningu karlmennskunar svona í lokin. Í karlmennsku minni líður mér eins og ég sé sterkur og hugrakkur, graður og einbeittur, glaður og léttur, kærleiksríkur og umburðarlyndur gagnvart sjálfum mér og öðrum. Í karlmennsku minni er ég tilbúin í þetta, tilbúin í regnið og slydduna og veturinn, tilbúin í þetta allt, bring it. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta er löng færsla um karlmennsku, testósterón, breytingarskeið karla og upprisu með hjálp náttúrulegra efna. Endilega lestu í gegn ef þú ert bugaður karlmaður á miðjum aldri. Ég hef mikið velt því fyrir mér í hverju það felst að vera karlmaður í gegnum tíðina, spái alveg í hugtökum eins karlmennsku. Ég get endalaust velt mér upp úr allskonar einkennum karlmennskunar og eru mínar skilgreiningar eflaust á skjön við skilgreiningar einhvers annars, þetta er nefnilega allt smá afstætt og hugmyndum háð. Enn til dæmis ef einstaklingur sem hefur verið skilgreind sem kona tekur upp á því að skilgreina sig allt í einu sem karlmaður og fer í allskonar aðgerðir og hormónameðferðir þá án þess að ég þekki ferlið í þaula þá veit ég að viðkomandi fær testósterón inngjafir sem breytir líkama og hug. Ég hef séð konur verða að körlum með tilheyrandi skeggvexti og vöxturinn breytist. Ég hef meira að segja kynnst 3 einstaklingum í gegnum tíðina sem mig hefði aldrei grunað að hefðu eitt sinn skilgreinst sem konur áður en ferli þeirra fór í gang svo karlmannlegir voru þeir þegar ég kynntist þeim. Enn þetta var ekki það sem ég ætlaði að ræða heldur ætlaði ég að ræða hnignun á testósterón hjá miðaldra mönnum eins og mér sjálfum. Ertu 40 ára eða eldri? Ertu að upplifa þunglyndi, streitu, kvíða? Ertu andlaus og metnaðarlaus, þreyttur og ertu að upplifa vöðvarýrnun? Ertu að þyngjast og leitar huggunar í mat og bjór og bragðaref á virkum kvöldum? Ertu bugaður og með litla sem enga kynhvöt? Ertu með stoðkerfisverki, illt í baki, hnjám og mjöðmum? Ef þetta eru einkenni sem þú ert að tengja við þá má segja að þú sért kannski á breytingaskeiðinu sem felur í sér hnignun á testósterón. Ég þekki mörg þessi tilfelli og var sjálfur farin að finna smjörþefinn af þessu leiðindarástandi áður en ég greip inn í. Ég hef heyrt að margir læknar neiti sjúklingum um testósterón próf af óskýrum ástæðum á meðan aðrir líta á það sem sjálfsagða beiðni sjúklings. Ég hef verið heppin með lækna og látið framkalla þessi próf á mér nokkrum sinnum með góðum árangri. Þegar ég fór fyrst í tjékk árið 2016 var ég orðin fertugur og í döðlum líkamlega eftir að hafa misboðið líkama mínum í mörg ár. Ég mældist hár þar sem ég átti að vera lágur og lágur þar sem ég átti að vera hár, allt í steik. Ég byrjaði að taka mig í gegn en lagði ekkert sérstaklega áherslu á testósterón. Það var ekki fyrr en 5 árum seinna að ég var byrjaður að hreyfa mig og lyfta lóðum og búin að vera í algjöru bindindi frá áfengi og hreinsa til í matarræði að ég fann á mér að þetta krafðist athugunar. Sem sagt mætti ég til míns læknis árið 2021 og þá að glíma við verki í hnjám og mjóbaki og svo fannst mér ég vera að missa vöðvamassa og ekki vera jafn sterkur og ég hafði verið áður þrátt fyrir að mæta í ræktina. Þar að auki upplifði ég mig með skertan fókus og tilhneigingu til þunglyndis og depurðar og svo upplifði ég klárlega minnkandi kynhvöt. Þegar ég fór til hans var ég ákveðin í að læknirinn myndi bara senda mig í aðgerð á hnjám og gefa mér lyf en annað kom á daginn. Hann pantaði blóðprufu og sagði mér að hætta þessu væli og skoða hnébeygjur og réttstöðulyftur, lyfta meira og lyfta þyngra, allt leiðbeiningar sem ég tók til mín og tileinkaði mér. Niðurstaðan úr blóðrannsókninni sagði að öll gildi voru fín nema að testósterón gildi voru lág. Testórsterón mælist í tvennu lagi, annars vegar testósterón og virkt testósterón sem eins og ég skil það er aðgengilegt og ekki bundið í vöðvum. En niðurstöðurnar voru 14.2nmól/l (nanomoles per líter) á testósterón og 6.2 nmól/l í virku testósterón sem þykir svona í lægri kantinum en ekki nóg til að réttlæta inngjöf frá lækni. Út frá þessum niðurstöðum fór ég að kynna mér náttúrulega “testóboostera” og byrjaði á Ashwagandha sem er rót sem róar hugann, minnkar bólgur, lækkar blóðþrýsting, styrkir ónæmiskerfið og eykur á náttúrulega framleiðslu á testósteron hjá karlmönnum samhliða líkamlegu erfiði eins og lyftingum. Samhliða notkun minni á Ashwagandha notaði ég talsvert magn af hágæða kannabínóðum eins og CBD, CBN,CBG og THC, þar að auki hef ég notast við smáskammta af Psilocybin svepp og þá í skammtinum 100-200 mg í blöndu með 600-1000 mg af Lions mane eða Ljónshnakka. Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari og ég hélt að ég væri einfaldlega á toppnum en svo bætti ég við Shilajit og aftur tók ég stökk í líðan getu. Shilajit er líklega það öflugasta náttúrulega fæðubótarefni sem ég hef komist í tæri við. Unnið úr fjöllum Nepal og Indlands ásamt að hafa einnig fundist í Rússlandi og Afganistan. Þetta efni er hlaðið vítamínum, amino, fúlvin, og huminsýrum ásamt að búa yfir 85 tegundum af steinefnum. Svolítið í takt við Ashwagandha styður Shilajit við orkuframleiðslu, framleiðslu á hormónum í líkamanum, endurheimt ásamt að binda allskonar þungmálma og eiturefni. Á mínum fjórða degi á Shilajit í bland við allt annað sem ég hef tekið síðustu ár fór ég i ræktina og mér til mikillar furðu hafði ég aukið á allar þyngdir “overall” um 15% prósent. Ég fann fyrir áður óþekktri orku og einbeitingu og svo fór ég að vakna með hann beinstífan alla morgna eins og unglingurinn sem ég eitt sinn var. Þessi breyting kallaði á nýja blóðprufu og fór ég þá til míns læknis fyrir nokkrum dögum og hélt yfir honum einhverja þrumuræðu um hvað allt væri frábært og það krefðist greiningar. Daginn eftir fór ég svo fastandi í blóðprufu og niðurstaðan var sláandi. Allar tölur aðrar en testósterón og virkt testósterón voru svipaðar frá árinu 2021 á meðan testósterón mældist í 20 nmól/l og virkt testósterón í 9.3 nmól/l sem er aukning um 25% heilt yfir á 3 árum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við hvernig mér líður 48 ára gamall. Aftur á móti hafa rannsóknir sýnt að testósterónmagn karla hefur lækkað um 20% síðastliðinn 20 ár. Ástæða fyrir því er líklega streita og kvíði í bland við allskonar geðlyfjanotkun, hreyfingarleysi, slæmt og ónáttúrulegt mataræði, samfélagsmiðla og skjánotkun. Náttúran virkar krakkar, hreyfing virkar, lyftingar virka, öndunaræfingar og kæling og saunur virka, hreint mataræði virkar og vítamín og náttúruleg bætiefni virka. Svo aftur að skilgreiningu karlmennskunar svona í lokin. Í karlmennsku minni líður mér eins og ég sé sterkur og hugrakkur, graður og einbeittur, glaður og léttur, kærleiksríkur og umburðarlyndur gagnvart sjálfum mér og öðrum. Í karlmennsku minni er ég tilbúin í þetta, tilbúin í regnið og slydduna og veturinn, tilbúin í þetta allt, bring it. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun