Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 11:42 Jón Þór Hauksson. Vísir/Hulda Margrét ÍA var í dag sektað um 75 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir tap fyrir Víkingi í haust. ÍA tapaði leiknum á hádramatískan máta í næst síðustu umferð Bestu deildar karla. Úrslitin gerðu út um vonir ÍA um Evrópusæti. ÍA náði 3-2 forystu í leiknum á 86. mínútu en Erlingur Agnarsson jafnaði fyrir Víking skömmu síðar áður en Danijel Djuric skoraði það sem reyndist sigurmark Víkings seint í uppbótartíma. Jón Þór var öskuillur vegna sigurmarksins og var vísað af velli með rautt spjald skömmu eftir mark Danijels. Honum lá þá mikið niðri fyrir eftir leik og gagnrýndi Elías Inga Árnason, dómara leiksins, harðlega. Vísað var til ummæla hans við mbl.is í kæru KSÍ. Haft er eftir Jóni Þór í úrskurðinum og vitnað til viðtals mbl: „Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“ Skagamenn saka mbl um smellubeitu ÍA mótmælti kærunni á grundvelli þess að blaðamaður mbl hafi í þessu tilviki ekki haft fyllilega rétt eftir Jóni Þór sé hlustað á upptöku af viðtalinu. „Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari,“ segir meðal annars í greinargerð ÍA um málið. Þá er blaðamaðurinn sakaður um að hafa sett fréttina upp sem smellubeitu. „Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sammælist þessu mati Skagamanna ekki. Málinu var frestað um viku þar til nefndinni bærist upptakan og niðurstaða nefndarinnar að ummæli Jóns Þórs sem skrifuð séu upp í fréttinni séu í „fullu samræmi við ummæli hans á upptöku“. Þá segir í niðurstöðu nefndarinnar að ummælin séu ósæmileg og hafi skaðandi áhrif á ímynd knattspyrnunnnar. Vegna þessa þurfi ÍA að greiða 75 þúsund króna sekt. Hér má sjá greinargerð KSÍ vegna málsins. Sekt fyrir að sparka í hurð dómara Skagamenn voru einnig sektaðir um 25.000 krónur vegna framkomu leikmanna eftir þetta afar svekkjandi tap gegn Víkingum. Í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ segir að leikmenn ÍA hafi sparkað í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn að leik loknum. Þar segir jafnframt: „Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða.“ Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
ÍA tapaði leiknum á hádramatískan máta í næst síðustu umferð Bestu deildar karla. Úrslitin gerðu út um vonir ÍA um Evrópusæti. ÍA náði 3-2 forystu í leiknum á 86. mínútu en Erlingur Agnarsson jafnaði fyrir Víking skömmu síðar áður en Danijel Djuric skoraði það sem reyndist sigurmark Víkings seint í uppbótartíma. Jón Þór var öskuillur vegna sigurmarksins og var vísað af velli með rautt spjald skömmu eftir mark Danijels. Honum lá þá mikið niðri fyrir eftir leik og gagnrýndi Elías Inga Árnason, dómara leiksins, harðlega. Vísað var til ummæla hans við mbl.is í kæru KSÍ. Haft er eftir Jóni Þór í úrskurðinum og vitnað til viðtals mbl: „Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“ Skagamenn saka mbl um smellubeitu ÍA mótmælti kærunni á grundvelli þess að blaðamaður mbl hafi í þessu tilviki ekki haft fyllilega rétt eftir Jóni Þór sé hlustað á upptöku af viðtalinu. „Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari,“ segir meðal annars í greinargerð ÍA um málið. Þá er blaðamaðurinn sakaður um að hafa sett fréttina upp sem smellubeitu. „Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sammælist þessu mati Skagamanna ekki. Málinu var frestað um viku þar til nefndinni bærist upptakan og niðurstaða nefndarinnar að ummæli Jóns Þórs sem skrifuð séu upp í fréttinni séu í „fullu samræmi við ummæli hans á upptöku“. Þá segir í niðurstöðu nefndarinnar að ummælin séu ósæmileg og hafi skaðandi áhrif á ímynd knattspyrnunnnar. Vegna þessa þurfi ÍA að greiða 75 þúsund króna sekt. Hér má sjá greinargerð KSÍ vegna málsins. Sekt fyrir að sparka í hurð dómara Skagamenn voru einnig sektaðir um 25.000 krónur vegna framkomu leikmanna eftir þetta afar svekkjandi tap gegn Víkingum. Í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ segir að leikmenn ÍA hafi sparkað í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn að leik loknum. Þar segir jafnframt: „Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða.“
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki