Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2024 21:30 Erlingur Jens Leifsson er orðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags sem annast orkuframkvæmdir fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Sigurjón Ólason Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. Flugvallagerðin telst mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands. Þar hefur Erlingur Leifsson undanfarin fimm og hálft ár gegnt lykilhlutverki; sem yfirmaður þeirra framkvæmda sem snúa að öllu láréttu á flugvöllunum, eins og hann orðar það í frétt Stöðvar 2. „Flugbrautir, flughlöð og akstursbrautir á öllum þremur nýju flugvöllunum sem verið er að byggja á Grænlandi,“ segir Erlingur. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Verktakinn, Munck Gruppen, er búinn að skila verkinu frá sér til flugvallafélags Grænlands.Greenland Airports Flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri lengd þann 28. nóvember, eftir fimmtán daga. Áætlanir gera núna ráð fyrir að hinir tveir flugvellirnir, í Ilulissat og Qaqortoq, verði tilbúnir árið 2026. Erlingur er hins vegar búinn að færa sig yfir í nýtt starf. Hann er orðinn yfirmaður verklegra orkuframkvæmda fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Virkjunin sunnan Nuuk verður sú stærsta á Grænlandi og mun þjóna höfuðstaðnum. Virkjunin við Diskóflóa mun þjóna tveimur bæjum við sunnanverðan flóann.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég er náttúrlega bara ánægður með að mér skuli treyst fyrir því að taka þátt í þessu og vera í þeim hópi sem er að leiða þessi verkefni.“ Erlingur mun stýra gerð 76 megavatta stórvirkjunar við Buksefjorden sunnan Nuuk og annarrar minni virkjunar við Diskóflóa fyrir bæina Aasiaat og Qasigiannguit, upp á 21 megavatt. Umfangið við gerð virkjananna verður ekki mikið minna en við flugvellina. Stöðvarhús Buksefjord 2 verður 35 kílómetrum ofan við stöðvarhús Buksefjord 1.NunaGreen/Hjalti Freyr Ragnarsson „Eða stærra. Því að þetta er meira en einn flugvöllur í rauninni, þessar virkjanir. Bara í Buksefjord, hún er töluvert meira heldur en einn flugvöllur,“ segir Erlingur. Buksefjorden eitt er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden tvö verður 76 megavött og með sextán kílómetra aðrennslisgöngum. Jökullónið Isortuarsuup Tasia. Sextán kílómetra jarðgöng verða grafin úr lóninu niður í annað fjallavatn sem liggur neðar.Erlingur Leifsson Segja má að sjálfur Grænlandsjökull sé vatnsforðabúrið en vatnið verður leitt úr jökullóni um jarðgöngin í fjallavatn fyrir neðan með stöðvarhúsi á milli. Stefnt er á forval í desember og útboð í mars næstkomandi en raforkan frá Buksefjord mun fyrst og fremst þjóna höfuðstaðnum Nuuk. Hafnarbakkinn við Buksefjord. Engir vegir liggja að virkjunarsvæðinu og því þarf að sigla þangað með öll aðföng.Erlingur Leifsson „Í Nuuk mun hún tryggja það að það þurfi ekki að keyra svona mikið á dísil til að sinna húshitun. Þannig að það verður hægt að nota raforkuna í það. Það sama gerist náttúrlega við bæina Aasiaat og Qasigiannguit. Það eru líka dísilvélar sem eru keyrðar þar. Það verður hægt að skipta þeim út. Það þýðir náttúrlega minni CO2-losun og grænni – grænna Grænland,“ segir Erlingur Jens Leifsson, yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, í frétt sem sjá má hér: Grænland Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Danmörk Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Flugvallagerðin telst mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands. Þar hefur Erlingur Leifsson undanfarin fimm og hálft ár gegnt lykilhlutverki; sem yfirmaður þeirra framkvæmda sem snúa að öllu láréttu á flugvöllunum, eins og hann orðar það í frétt Stöðvar 2. „Flugbrautir, flughlöð og akstursbrautir á öllum þremur nýju flugvöllunum sem verið er að byggja á Grænlandi,“ segir Erlingur. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Verktakinn, Munck Gruppen, er búinn að skila verkinu frá sér til flugvallafélags Grænlands.Greenland Airports Flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri lengd þann 28. nóvember, eftir fimmtán daga. Áætlanir gera núna ráð fyrir að hinir tveir flugvellirnir, í Ilulissat og Qaqortoq, verði tilbúnir árið 2026. Erlingur er hins vegar búinn að færa sig yfir í nýtt starf. Hann er orðinn yfirmaður verklegra orkuframkvæmda fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Virkjunin sunnan Nuuk verður sú stærsta á Grænlandi og mun þjóna höfuðstaðnum. Virkjunin við Diskóflóa mun þjóna tveimur bæjum við sunnanverðan flóann.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég er náttúrlega bara ánægður með að mér skuli treyst fyrir því að taka þátt í þessu og vera í þeim hópi sem er að leiða þessi verkefni.“ Erlingur mun stýra gerð 76 megavatta stórvirkjunar við Buksefjorden sunnan Nuuk og annarrar minni virkjunar við Diskóflóa fyrir bæina Aasiaat og Qasigiannguit, upp á 21 megavatt. Umfangið við gerð virkjananna verður ekki mikið minna en við flugvellina. Stöðvarhús Buksefjord 2 verður 35 kílómetrum ofan við stöðvarhús Buksefjord 1.NunaGreen/Hjalti Freyr Ragnarsson „Eða stærra. Því að þetta er meira en einn flugvöllur í rauninni, þessar virkjanir. Bara í Buksefjord, hún er töluvert meira heldur en einn flugvöllur,“ segir Erlingur. Buksefjorden eitt er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden tvö verður 76 megavött og með sextán kílómetra aðrennslisgöngum. Jökullónið Isortuarsuup Tasia. Sextán kílómetra jarðgöng verða grafin úr lóninu niður í annað fjallavatn sem liggur neðar.Erlingur Leifsson Segja má að sjálfur Grænlandsjökull sé vatnsforðabúrið en vatnið verður leitt úr jökullóni um jarðgöngin í fjallavatn fyrir neðan með stöðvarhúsi á milli. Stefnt er á forval í desember og útboð í mars næstkomandi en raforkan frá Buksefjord mun fyrst og fremst þjóna höfuðstaðnum Nuuk. Hafnarbakkinn við Buksefjord. Engir vegir liggja að virkjunarsvæðinu og því þarf að sigla þangað með öll aðföng.Erlingur Leifsson „Í Nuuk mun hún tryggja það að það þurfi ekki að keyra svona mikið á dísil til að sinna húshitun. Þannig að það verður hægt að nota raforkuna í það. Það sama gerist náttúrlega við bæina Aasiaat og Qasigiannguit. Það eru líka dísilvélar sem eru keyrðar þar. Það verður hægt að skipta þeim út. Það þýðir náttúrlega minni CO2-losun og grænni – grænna Grænland,“ segir Erlingur Jens Leifsson, yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, í frétt sem sjá má hér:
Grænland Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Danmörk Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52