Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:45 Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar