Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:17 Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Leikskólar Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Flest ef ekki öll erum við sammála um að ávinningur leikskólavistar fyrir börn er ótvíræður, enda er eftirspurn eftir þjónustunni mikil og verður sífellt fyrirferðameira umfjöllunarefni í almennri kjara- og menntaumræðu. Ákall eftir umbótum er ekki að ástæðulausu. Leikskólinn er ásamt heimili barns helsti griðarstaður þess þar sem það fær í senn menntun og umönnun, og er forsenda fyrir atvinnuþáttöku foreldra. Allir vilja nýta sér leikskólana Við megum ekki gleyma því að það er ekki svo langt síðan að leikskólinn stóð tiltölulega fáum börnum til boða hér á landi, og var þá fyrst og fremst hugsaður sem geymslustaður fyrir börn einstæðra mæðra eða námsmanna. Þrotlaus barátta kvennahreyfinga, félagshyggjufólks og ekki síst Reykjavíkurlistans á 10. áratugnum skilaði okkur því almenna kerfi sem gríðarleg sátt hefur skapast um og almennt er rekið af sveitarfélögum landsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og íslenskt samfélag sér ávinninginn af því að verkefnið falli undir opinbera grunnþjónustu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91% tveggja ára barna á leikskóla árið 2023, en tæplega 97% þriggja til fimm ára barna. Aftur á móti voru 44% eins árs barna á leikskóla, samanborið við 54% á árinu 2022 og biðlistar barna er að finna á þéttbýlissvæðum um allt land. Óbreytt ástand eykur á ójafnrétti Svo vísað sé ályktunar 47. landsþings BSRB sem fram fór í október sl. er talið að innan við 10% barna hér á landi fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og yfir helmingur þeirra er orðinn meira en 18 mánaða við upphaf leikskóladvalar. Þá eru mæður mun líklegri en feður til að lengja fæðingarorlof sitt eða minnka við sig vinnu til að brúa bilið. Konur taka að meðaltali rúma sjö mánuði í fæðingarorlof en karlar um fjóra og tekjur mæðra lækka um 30-50% á fæðingarári barns samkvæmt nýlegri rannsókn Fjármálaráðuneytisins. Þær eru enn 20% lægri tveimur árum eftir fæðingu. Tekjur feðra lækka hins vegar aðeins um 3-5% við fæðingu og á öðru ári eru þær orðnar þær sömu og áður. Það er hægt að gera þetta betur – og jafnvel best Á öðrum Norðurlöndum á barn lögbundinn rétt til dagvistunar frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þannig eiga sænsk og norsk börn rétt til leikskóladvalar frá 12 mánaða aldri. Í Finnlandi eiga börn rétt á dagvistun frá 9 mánaða aldri og fæðingarorlof foreldra er samtals 9 mánuðir. Í Danmörku er boðið upp á dagvistun barna frá 8 mánaða aldri á svonefndum vöggustofum sem eru á vegum hins opinbera en samtals er fæðingarorlof foreldra er um 12 mánuðir. Þetta er grjóthart atvinnumál! Við í Samfylkingunni erum með plan, og nú köllum við eftir lögfestingu réttar barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta er ekki bara jafnréttis- og menntamál – þetta er brýnt atvinnumál sem gerir konum kleift að sinna atvinnuþátttöku til jafns við karla. Þetta kallast líka inn umræðu um aldagamalt hugarfar um stöðluð kynjahlutverk og þeirri staðreynd að engin sátt ætlar að öðru óbreyttu myndast um róttækar aðgerðir í því skyni að leysa mönnunarvanda leikskólanna fyrir fullt og allt með því að bæta kjör og vinnuaðstæður kennara. Þetta þýðir að við þurfum að fjárfesta til þess að þjónustan verði áfram tryggð, og hún fari fram á faglegum forsendum þar sem starfsfólki og börnum líður vel. Já, þetta er plan Þess vegna köllum við eftir gerbreyttri hugsun um fjármögnun leikskólastigsins þar sem ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman og hreinlega leysa þessa flækju, að minnsta kosti þegar kemur að því að hreinlega tryggja kjaraöryggi barna og foreldra þegar fæðingarorlofi lýkur. Þetta snýst hins vegar ekki bara um peninga og að húsnæði eða starfsfólk sé til staðar – við þurfum umfram allt að geta einbeitt okkur að því að hlúa að leikskólastiginu og gera okkur kleift að láta umræðuna snúast um það sem fram á að fara á skólatíma og hvernig við getum tryggt mönnun, samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður án þess að skerða vistunarrétt verulega og færa verkefnið í hendur hagnaðardrifinna einkaaðila. Með öðrum orðum höfnum við skammtímalausnum og tilraunastarfsemi. Við eigum norrænar fyrirmyndir. Við skulum heimfæra þær á íslenskan veruleika með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við getum kalla það Íslandsmódelið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og skipar 4. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun