Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 14. nóvember 2024 10:17 Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar