„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir, Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir og Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifa 14. nóvember 2024 12:15 Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun