Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 14. nóvember 2024 15:01 Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun