Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:30 Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar. Málið er nefnilega það að allir flokkarnir vilja góðan efnahag, sterkara heilbrigðiskerfi og betra menntakerfi. Það þarf að fara á dýptina og það þarf að skoða hvernig flokkarnir hafa hugsað sér að ná sínum markmiðum. Samhliða þeirri vinnu er gott að velta fyrir sér sínum eigin grunngildum. Málið er nefnilega það að það er ólíklegt að maður finni flokk þar sem maður er sammála í einu og öllu. Maður gæti þurft að gera einhverjar málamiðlanir, eða stofna enn einn flokkinn. Þeim sem finnst nóg af flokkum og telja sig geta átt samleið með einhverjum af þeim sem fyrir eru er því holt að velta því fyrir sér hvað það er sem þeir eru tilbúnir að gera málamiðlanir með. Eru það atriði er varða stóriðju, samgöngur, alþjóðasamstarf eða eitthvað annað? Fyrir mér var þetta einfalt, ég fann mjög fljótt að ég átti samleið með Viðreisn. Ég sá líka að þar þurfti ég ekki að gefa neinn afslátt á mín grunngildi og þá meina ég að ég þurfti ekki að gefa afslátt á mannréttindi, jafnrétti eða réttlæti. Heilsa fólks andleg- og líkamleg er sett í forgrunn og manneskjan sjálf. Mér fannst því auðvelt að hengja nafnið mitt við Viðreisn og hef síðan þá verið stolt Viðreisnarkona og fullviss að flokkurinn setur réttindi fólks og frelsi í fyrirrúm. Í mínum huga get ég ekki gefið afslátt á mannréttindi. Hefur þú spáð í því hvar þú gefur afslátt með x-inu þínu? Höfundur skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar. Málið er nefnilega það að allir flokkarnir vilja góðan efnahag, sterkara heilbrigðiskerfi og betra menntakerfi. Það þarf að fara á dýptina og það þarf að skoða hvernig flokkarnir hafa hugsað sér að ná sínum markmiðum. Samhliða þeirri vinnu er gott að velta fyrir sér sínum eigin grunngildum. Málið er nefnilega það að það er ólíklegt að maður finni flokk þar sem maður er sammála í einu og öllu. Maður gæti þurft að gera einhverjar málamiðlanir, eða stofna enn einn flokkinn. Þeim sem finnst nóg af flokkum og telja sig geta átt samleið með einhverjum af þeim sem fyrir eru er því holt að velta því fyrir sér hvað það er sem þeir eru tilbúnir að gera málamiðlanir með. Eru það atriði er varða stóriðju, samgöngur, alþjóðasamstarf eða eitthvað annað? Fyrir mér var þetta einfalt, ég fann mjög fljótt að ég átti samleið með Viðreisn. Ég sá líka að þar þurfti ég ekki að gefa neinn afslátt á mín grunngildi og þá meina ég að ég þurfti ekki að gefa afslátt á mannréttindi, jafnrétti eða réttlæti. Heilsa fólks andleg- og líkamleg er sett í forgrunn og manneskjan sjálf. Mér fannst því auðvelt að hengja nafnið mitt við Viðreisn og hef síðan þá verið stolt Viðreisnarkona og fullviss að flokkurinn setur réttindi fólks og frelsi í fyrirrúm. Í mínum huga get ég ekki gefið afslátt á mannréttindi. Hefur þú spáð í því hvar þú gefur afslátt með x-inu þínu? Höfundur skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar