Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:47 Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar