Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:47 Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar