Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:16 Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun