Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:16 Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar