Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:45 Á Íslandi stunda um tugir þúsunda nemenda nám á framhaldsskólastigi. Sumir í þessum hópi glíma við andlegar áskoranir í sínu lífi á borð við streitu og depurð. Að mati Flokks fólksins hefur þörfin aldrei verið meiri en núna að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Ef andleg vanlíðan er ekki meðhöndluð hefur það neikvæð áhrif á námsgengi nemendanna og getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Það hefur margsýnt sig að því fyrr sem hægt er að fá aðstoð er dregið úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. Þess vegna vill Flokkur fólksins að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins. Í framhaldsskólunum eru krakkarnir undir lögaldrifyrstu tvö árin. Mikill áhugi er meðal framhaldsskólanema að boðið sé upp á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Langir biðlistar eru eftir sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum. Nemendur kjósa persónuleg samtöl við sálfræðinga. Þetta hefur komið fram m.a. í könnunum. Í framhaldsskólum eru námsráðgjafar og þeir vinna sannarlega ómetanlegt starf. En það er ekki nóg nú þegar hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að líðan ungmenna fer versnandi. Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og annað námsframboð sem er sérstaklega ætlað fötluðum nemendum. Þörfin er því mikil. Flokkur fólksins vill að aðgengi að sálfræðingum fyrir börn og ungt fólk verði stóraukið og gert verulega gott. Fyrir því munum við berjast komumst við til áhrifa á Alþingi. Samhliða þarf að útrýma biðlistum sem eru alvarlegt mein í íslensku samfélagi. Með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegt að nemendur leiti sér aðstoðar og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Kæri kjósandi. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára þekki ég þessi mál vel, þörfina og er þetta m.a. ástæðan fyrir að ég taldi mig knúna til að fara í pólitík. Nú er ég auk þess komin með reynslu sem borgarfulltrúi þar sem ég hef barist í á sjöunda ár sem málsvari barna og ungs fólks auk þeirra sem minna mega sín. Ríkisvaldið ber ásamt sveitarfélögum ábyrg á því að tryggja ungu fólki þjónustu. Flokkur fólksins hefur sterka rödd fyrir fólkið á Alþingiog hefur sýnt réttlæti í verki. Við erum málsvarar barna og ungmenna og berjumst fyrir réttlæti. Flokkur fólksins hefur reynslu og raunverulegar lausnir sem eru byggðar á reynslu. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður á lista Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Á Íslandi stunda um tugir þúsunda nemenda nám á framhaldsskólastigi. Sumir í þessum hópi glíma við andlegar áskoranir í sínu lífi á borð við streitu og depurð. Að mati Flokks fólksins hefur þörfin aldrei verið meiri en núna að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Ef andleg vanlíðan er ekki meðhöndluð hefur það neikvæð áhrif á námsgengi nemendanna og getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Það hefur margsýnt sig að því fyrr sem hægt er að fá aðstoð er dregið úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. Þess vegna vill Flokkur fólksins að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins. Í framhaldsskólunum eru krakkarnir undir lögaldrifyrstu tvö árin. Mikill áhugi er meðal framhaldsskólanema að boðið sé upp á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Langir biðlistar eru eftir sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum. Nemendur kjósa persónuleg samtöl við sálfræðinga. Þetta hefur komið fram m.a. í könnunum. Í framhaldsskólum eru námsráðgjafar og þeir vinna sannarlega ómetanlegt starf. En það er ekki nóg nú þegar hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að líðan ungmenna fer versnandi. Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og annað námsframboð sem er sérstaklega ætlað fötluðum nemendum. Þörfin er því mikil. Flokkur fólksins vill að aðgengi að sálfræðingum fyrir börn og ungt fólk verði stóraukið og gert verulega gott. Fyrir því munum við berjast komumst við til áhrifa á Alþingi. Samhliða þarf að útrýma biðlistum sem eru alvarlegt mein í íslensku samfélagi. Með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegt að nemendur leiti sér aðstoðar og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Kæri kjósandi. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára þekki ég þessi mál vel, þörfina og er þetta m.a. ástæðan fyrir að ég taldi mig knúna til að fara í pólitík. Nú er ég auk þess komin með reynslu sem borgarfulltrúi þar sem ég hef barist í á sjöunda ár sem málsvari barna og ungs fólks auk þeirra sem minna mega sín. Ríkisvaldið ber ásamt sveitarfélögum ábyrg á því að tryggja ungu fólki þjónustu. Flokkur fólksins hefur sterka rödd fyrir fólkið á Alþingiog hefur sýnt réttlæti í verki. Við erum málsvarar barna og ungmenna og berjumst fyrir réttlæti. Flokkur fólksins hefur reynslu og raunverulegar lausnir sem eru byggðar á reynslu. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður á lista Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun