Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 21:30 Hundrað sjálfboðaliðar lék slasaða. Isavia Umfangsmikil flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli í dag og voru þátttakendur um 500 talsins. Slíkar æfingar eru með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að stór flugslysaæfing sé haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar séu haldnar á ári hverju og allt í allt hafa Isavia og samstarfsaðilar þess haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Liður í æfingunni var að slökkva eld í flugvélarbúkseftirlíkingu.Isavia Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Kveikt var í bílflökum og þeim stillt upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Þá voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Um 100 manns léku slasaða og voru þeir farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. Eins og fram kom tóku 500 manns þátt í æfingunni.Isavia „Æfingin gekk mjög vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ er haft eftir Elvu Tryggvadóttur, verkefnastjóra neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóra. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu, en einnig þau sem betur mættu fara. Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli.Isavia „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að stór flugslysaæfing sé haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar séu haldnar á ári hverju og allt í allt hafa Isavia og samstarfsaðilar þess haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Liður í æfingunni var að slökkva eld í flugvélarbúkseftirlíkingu.Isavia Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Kveikt var í bílflökum og þeim stillt upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Þá voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Um 100 manns léku slasaða og voru þeir farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. Eins og fram kom tóku 500 manns þátt í æfingunni.Isavia „Æfingin gekk mjög vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ er haft eftir Elvu Tryggvadóttur, verkefnastjóra neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóra. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu, en einnig þau sem betur mættu fara. Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli.Isavia „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent