Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar 18. nóvember 2024 09:16 Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar