„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:41 Breki, Halla og Ólafur eru sammála um að málsmeðferð við breytingar á búvörulögum hafi verið slæm. samsett Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31
Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10