Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 22:43 Fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga, með breytingum fjárlaganefndar, var samþykkt í dag. vísir/vilhelm Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn Vinstri grænna, sem sögðu sig úr starfstjórninni, voru á meðal þeirra 24 þingmanna sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í dag. Deila um kílómetragjaldið svokallaða hefur staðið einna hæst frá því að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í september. Gjaldinu sem var á endanum hent úr fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það átti að skila ríkissjóði um sjö milljörðum króna. „Við fjármögnuðum það með því að hækka kolefnisgjaldið um sextíu prósent af því sem átti upphaflega að gera með kílómetragjaldinu. Svo tókum við af framkvæmdafélagi Landspítalans um tvo og hálfan milljarð. Við settum um þremur milljörðum minna í varsjóði og þannig náum við að skila fjárlögunum, og fjármagna allar breytingar án þess að auka á hallann,“ segir Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn hafi því ekki aukist við meðferð þingsins, heldur hafi ný þjóðhagsspá gert ráð fyrir töluvert minni tekjum á þessu ári vegna kólnunar hagkerfisins. Vilhjálmur segir afgreiðslu frumvarpsins hafa mikla þýðingu hvað vaxtalækkun Seðlabankans varðar.vísir/vilhelm „Þetta er svokölluð hagsveiflujöfnun. Þetta er ekki vegna þess að við erum að setja meiri pening í umferð heldur er hagkerfið að bregðast við háum stýrivöxtum Seðlabankans. En þess vegna er mikilvægt, þegar Seðlabankinn ákveður vaxtalækkun, að aðhaldsstigið haldist óbreytt.“ Skuldir lækka hægar Gangi forsendur þjóðhagsspár eftir, með ágætum hagvexti strax á næsta ári, er útlit fyrir að hagkerfið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeið síðastliðinna tveggja ára. Það er að minnsta kosti ályktun fjármálaráðuneytis í tilkynningu í dag. Þar segir að frumjöfnuður ríkissjóðs (afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda), verði jákvæður um 22 ma.kr., „eða 0,4% af VLF (vergri landsframleiðslu), á komandi ári en vaxtajöfnuður neikvæður um ríflega 80 ma.kr., eða 1,6% af VLF.“ Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs muni nema um tæplega 59 milljarða króna á næsta ári, samanborið við 41 milljarð sem Sigurður Ingi lagði upp með við framlagningu í september. „Lakari afkoma endurspeglar ekki verri undirliggjandi rekstur ríkissjóðs heldur þvert á móti að markmið efnahagsstefnunnar um minni þenslu, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta ganga nú allhratt eftir. Vegna þessara breytinga í efnahagsaðstæðum verður aukning tekna minni en áður var spáð. Það hefur áhrif bæði á forsendur fjárlaga sem og endurmat afkomu á yfirstandandi ári.“ Skuldir ríkissjóðs muni áfram lækka á komandi ári en þó minna en áformað var í fjárlagafrumvarpinu. „Áætlað er að þær nemi 32,5% í árslok 2025, en 33,7% í árslok 2024, og lækki því um 1,2% milli ára. Skuldir ríkissjóðs á þennan mælikvarða náðu hámarki við rúmlega 33% af VLF árin 2021–2022 í kjölfar heimsfaraldursins og voru 22% af VLF árið 2019.“ Forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa Í fjárlagafrumvarpinu sé lögð áhersla á hóflegan raunvöxt útgjalda auk þess sem útgjöldum var forgangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Þetta frumvarp hafi nú orðið að lögum með þessum megináherslum. „Meðal verkefna á næsta ári má nefna upptöku á nýju örorkukerfi sem tekur gildi í september á næsta ári sem mun bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega. Kjör ellilífeyrisþega batna en almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% í ársbyrjun 2025. Aukinn þungi verður settur í inngildingu flóttafólks og innflytjenda í íslenskt samfélag og fjárframlög til styttingar málsmeðferðartíma við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd verða aukin,“ segir í tilkynningu ráðuneytis og ennfremur: „Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu verða aukin, sem og tengivegir víða um land. Hafist verður handa við byggingu Þjóðarhallar í innanhússíþróttum og áfram verður lögð áhersla á stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun og kvikmyndagerð. Þá verður byggt nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Í meðförum þingsins á frumvarpinu var jafnframt tryggð fjármögnun fyrir aðgerðir gegn ofbeldi meðal og gegn börnum og aukið fjármagn verður sett í uppbyggingu á afreksstarfi í íþróttum.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn Vinstri grænna, sem sögðu sig úr starfstjórninni, voru á meðal þeirra 24 þingmanna sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í dag. Deila um kílómetragjaldið svokallaða hefur staðið einna hæst frá því að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í september. Gjaldinu sem var á endanum hent úr fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það átti að skila ríkissjóði um sjö milljörðum króna. „Við fjármögnuðum það með því að hækka kolefnisgjaldið um sextíu prósent af því sem átti upphaflega að gera með kílómetragjaldinu. Svo tókum við af framkvæmdafélagi Landspítalans um tvo og hálfan milljarð. Við settum um þremur milljörðum minna í varsjóði og þannig náum við að skila fjárlögunum, og fjármagna allar breytingar án þess að auka á hallann,“ segir Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn hafi því ekki aukist við meðferð þingsins, heldur hafi ný þjóðhagsspá gert ráð fyrir töluvert minni tekjum á þessu ári vegna kólnunar hagkerfisins. Vilhjálmur segir afgreiðslu frumvarpsins hafa mikla þýðingu hvað vaxtalækkun Seðlabankans varðar.vísir/vilhelm „Þetta er svokölluð hagsveiflujöfnun. Þetta er ekki vegna þess að við erum að setja meiri pening í umferð heldur er hagkerfið að bregðast við háum stýrivöxtum Seðlabankans. En þess vegna er mikilvægt, þegar Seðlabankinn ákveður vaxtalækkun, að aðhaldsstigið haldist óbreytt.“ Skuldir lækka hægar Gangi forsendur þjóðhagsspár eftir, með ágætum hagvexti strax á næsta ári, er útlit fyrir að hagkerfið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeið síðastliðinna tveggja ára. Það er að minnsta kosti ályktun fjármálaráðuneytis í tilkynningu í dag. Þar segir að frumjöfnuður ríkissjóðs (afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda), verði jákvæður um 22 ma.kr., „eða 0,4% af VLF (vergri landsframleiðslu), á komandi ári en vaxtajöfnuður neikvæður um ríflega 80 ma.kr., eða 1,6% af VLF.“ Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs muni nema um tæplega 59 milljarða króna á næsta ári, samanborið við 41 milljarð sem Sigurður Ingi lagði upp með við framlagningu í september. „Lakari afkoma endurspeglar ekki verri undirliggjandi rekstur ríkissjóðs heldur þvert á móti að markmið efnahagsstefnunnar um minni þenslu, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta ganga nú allhratt eftir. Vegna þessara breytinga í efnahagsaðstæðum verður aukning tekna minni en áður var spáð. Það hefur áhrif bæði á forsendur fjárlaga sem og endurmat afkomu á yfirstandandi ári.“ Skuldir ríkissjóðs muni áfram lækka á komandi ári en þó minna en áformað var í fjárlagafrumvarpinu. „Áætlað er að þær nemi 32,5% í árslok 2025, en 33,7% í árslok 2024, og lækki því um 1,2% milli ára. Skuldir ríkissjóðs á þennan mælikvarða náðu hámarki við rúmlega 33% af VLF árin 2021–2022 í kjölfar heimsfaraldursins og voru 22% af VLF árið 2019.“ Forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa Í fjárlagafrumvarpinu sé lögð áhersla á hóflegan raunvöxt útgjalda auk þess sem útgjöldum var forgangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Þetta frumvarp hafi nú orðið að lögum með þessum megináherslum. „Meðal verkefna á næsta ári má nefna upptöku á nýju örorkukerfi sem tekur gildi í september á næsta ári sem mun bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega. Kjör ellilífeyrisþega batna en almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% í ársbyrjun 2025. Aukinn þungi verður settur í inngildingu flóttafólks og innflytjenda í íslenskt samfélag og fjárframlög til styttingar málsmeðferðartíma við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd verða aukin,“ segir í tilkynningu ráðuneytis og ennfremur: „Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu verða aukin, sem og tengivegir víða um land. Hafist verður handa við byggingu Þjóðarhallar í innanhússíþróttum og áfram verður lögð áhersla á stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun og kvikmyndagerð. Þá verður byggt nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Í meðförum þingsins á frumvarpinu var jafnframt tryggð fjármögnun fyrir aðgerðir gegn ofbeldi meðal og gegn börnum og aukið fjármagn verður sett í uppbyggingu á afreksstarfi í íþróttum.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira