Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:02 Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagsmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun