Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:31 Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun