Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 14:59 Nítján ára ástralskar konur sem berjast fyrir lífi sínu vegna metanóleitrunar dvöldu á þessu hosteli á Laos þegar eitrunin kom upp. Nana Backpackers Hostel Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. „Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi. Danmörk Laos Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
„Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi.
Danmörk Laos Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira