Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:16 Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun