Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:16 Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun