Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 06:15 Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Aðstæður á svæðinu er mjög krefjandi, með öfgafullu veðri og slæmum innviðum. Vegirnir eru mjög mjóir og á þeim margar einbreiðar brýr sem skapa mikla slysahættu. Slysin sem þarna hafa orðið eru bæði mörg og erfið. Íbúafjöldinn í Öræfum er rúmlega 200 en flesta mánuði ársins gista um 3000 manns á svæðinu og um 5000 manns í sveitarfélaginu öllu. Íbúafjöldinn margfaldast og sömu sögu er að segja víða í landshlutanum, en flest allir ferðamenn sem heimsækja landið gista á Suðurlandi, 70-90% eftir árstíma. Öryggi starfsfólks, íbúa og ferðafólks Heilsugæslan á Suðurlandi er vanfjármögnuð og má rekja ástæðuna til þess að þegar fjármagni er úthlutað til heilsugæslustöðva er miðað við fjölda íbúa á svæðinu, en ekki fjölda þess fólks sem fer um svæðið og dvelur á degi hverjum. Á Höfn í Hornafirði er einn fastur læknir sem þarf að sinna svæði sem spannar 200 km. á milli Djúpavogs og Kirkjubæjarklausturs. Staðan er heldur ekki góð á heilsugæslum á mörgum öðrum svæðum á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er alls staðar gríðarlega mikill og þeir veikjast og lenda í slysum eins og annað fólk. Það er nauðsynlegt að laga viðmið um fjármagn til heilsugæslustöðva, taka tillit til fjölda fólks á svæðunum og auka öryggi bæði starfsfólks, íbúa og ferðafólks. Á Suðurlandi er framúrskarandi fólk sem vinnur í sjúkraflutningum. Það er vel menntað og með mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það hefur hins vegar skort fjármagn til þess að hafa nægilega marga bíla í umferð í einu. Í Árnessýslu þarf að stóla á að sjúkraflutningafólk sem er á frívakt sé í aðstæðum til að stökkva af stað ef kallið kemur, ef margt gerist á sama tíma og bílarnir sem eru mannaðir öllu jafna duga ekki til. Sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfum reynslumest í að klippa slasað fólk úr bílum Í Öræfum hefur björgunarsveitin Kári unnið þrekvirki trekk í trekk þegar alvarleg slys verða á svæðinu. Á góðum degi eru 40-60 mínútur í næsta heilbrigðisstarfsmann og sjúkrabíl en þegar aðstæður eru slæmar er viðbragðið í yfir klukkustunda fjarlægð. Það er staðreynd að sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfasveit eru nú með hvað mestu reynsluna á landinu þegar kemur að því að beita klippum til þess að ná fólki út úr bílum sem lenda í slysi. Útköll hjá Björgunarsveitinni Kára voru 63 árið 2023, sem gerir að meðaltali 1,2 útköll á viku, þar af 29 í mesta og næst-mesta forgangi. Ástandið er óviðunandi og nauðsynlegt að stórefla vegina, útrýma einbreiðum brúm og styrkja viðbragðið sem og heilsugæslurnar. Á ferð okkar um landshlutann áttum við samtal við fólk í björgunarsveitinni Kára. Það sem drífur þau áfram er tilhugsunin um hversu lengi fólk þarf að bíða eftir aðstoð og einnig viljinn til að standa þétt með félögum sínum. Að skilja hvort annað ekki eftir eitt í þeim ömurlegu aðstæðum sem bíða þeirra þegar slys hafa átt sér stað. Þess vegna fara þau af stað aftur og aftur í virkilega átakanlegar aðstæður þegar slysin verða. Það er hvorki sjálfsagt né eðlilegt að fólk sinni svona störfum í sjálfboðastarfi en þau finna sig knúin til þess að gera það því það er enginn annar á svæðinu. Lögum heilbrigðis- og samgöngukerfið Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið og styrkja heimilislæknakerfið meðal annars með því að búa til hvata fyrir lækna til að koma sér fyrir á landsbyggðinni. Við viljum að allir landsmenn fái aftur heimilislæknateymi sem þekkir fólkið sitt á næstu 10 árum og ætlum að byrja á þeim sem eru 60 ára og eldri og langveikir. Þetta tekur tíma en við erum með raunhæf skref og tilbúin til að leiða þessa vinnu. Það verður að tryggja fólki í landinu betra öryggi og efla viðbragðsaðila á Suðurlandi öllu. Við munum beita okkur fyrir því að styrkja fagþekkingu og umgjörð viðbragðsteymisins í Öræfum. Starf þeirra er ómetanlegt, eins og á við um svo mikið af fólki sem vinnur við að vera til staðar þegar á bjátar hjá samborgurum þess. Að lokum þá viljum við segja ykkur að Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingu í samgöngum með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Vetrarþjónustu þarf líka að efla og alveg sérstaklega á fjölförnum vegum þar sem ferðafólk fer oft af stað áður en vetrarþjónustan hefst. Það er beinlínis lífsspursmál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Víðir Reynisson Samfylkingin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Aðstæður á svæðinu er mjög krefjandi, með öfgafullu veðri og slæmum innviðum. Vegirnir eru mjög mjóir og á þeim margar einbreiðar brýr sem skapa mikla slysahættu. Slysin sem þarna hafa orðið eru bæði mörg og erfið. Íbúafjöldinn í Öræfum er rúmlega 200 en flesta mánuði ársins gista um 3000 manns á svæðinu og um 5000 manns í sveitarfélaginu öllu. Íbúafjöldinn margfaldast og sömu sögu er að segja víða í landshlutanum, en flest allir ferðamenn sem heimsækja landið gista á Suðurlandi, 70-90% eftir árstíma. Öryggi starfsfólks, íbúa og ferðafólks Heilsugæslan á Suðurlandi er vanfjármögnuð og má rekja ástæðuna til þess að þegar fjármagni er úthlutað til heilsugæslustöðva er miðað við fjölda íbúa á svæðinu, en ekki fjölda þess fólks sem fer um svæðið og dvelur á degi hverjum. Á Höfn í Hornafirði er einn fastur læknir sem þarf að sinna svæði sem spannar 200 km. á milli Djúpavogs og Kirkjubæjarklausturs. Staðan er heldur ekki góð á heilsugæslum á mörgum öðrum svæðum á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er alls staðar gríðarlega mikill og þeir veikjast og lenda í slysum eins og annað fólk. Það er nauðsynlegt að laga viðmið um fjármagn til heilsugæslustöðva, taka tillit til fjölda fólks á svæðunum og auka öryggi bæði starfsfólks, íbúa og ferðafólks. Á Suðurlandi er framúrskarandi fólk sem vinnur í sjúkraflutningum. Það er vel menntað og með mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það hefur hins vegar skort fjármagn til þess að hafa nægilega marga bíla í umferð í einu. Í Árnessýslu þarf að stóla á að sjúkraflutningafólk sem er á frívakt sé í aðstæðum til að stökkva af stað ef kallið kemur, ef margt gerist á sama tíma og bílarnir sem eru mannaðir öllu jafna duga ekki til. Sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfum reynslumest í að klippa slasað fólk úr bílum Í Öræfum hefur björgunarsveitin Kári unnið þrekvirki trekk í trekk þegar alvarleg slys verða á svæðinu. Á góðum degi eru 40-60 mínútur í næsta heilbrigðisstarfsmann og sjúkrabíl en þegar aðstæður eru slæmar er viðbragðið í yfir klukkustunda fjarlægð. Það er staðreynd að sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfasveit eru nú með hvað mestu reynsluna á landinu þegar kemur að því að beita klippum til þess að ná fólki út úr bílum sem lenda í slysi. Útköll hjá Björgunarsveitinni Kára voru 63 árið 2023, sem gerir að meðaltali 1,2 útköll á viku, þar af 29 í mesta og næst-mesta forgangi. Ástandið er óviðunandi og nauðsynlegt að stórefla vegina, útrýma einbreiðum brúm og styrkja viðbragðið sem og heilsugæslurnar. Á ferð okkar um landshlutann áttum við samtal við fólk í björgunarsveitinni Kára. Það sem drífur þau áfram er tilhugsunin um hversu lengi fólk þarf að bíða eftir aðstoð og einnig viljinn til að standa þétt með félögum sínum. Að skilja hvort annað ekki eftir eitt í þeim ömurlegu aðstæðum sem bíða þeirra þegar slys hafa átt sér stað. Þess vegna fara þau af stað aftur og aftur í virkilega átakanlegar aðstæður þegar slysin verða. Það er hvorki sjálfsagt né eðlilegt að fólk sinni svona störfum í sjálfboðastarfi en þau finna sig knúin til þess að gera það því það er enginn annar á svæðinu. Lögum heilbrigðis- og samgöngukerfið Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið og styrkja heimilislæknakerfið meðal annars með því að búa til hvata fyrir lækna til að koma sér fyrir á landsbyggðinni. Við viljum að allir landsmenn fái aftur heimilislæknateymi sem þekkir fólkið sitt á næstu 10 árum og ætlum að byrja á þeim sem eru 60 ára og eldri og langveikir. Þetta tekur tíma en við erum með raunhæf skref og tilbúin til að leiða þessa vinnu. Það verður að tryggja fólki í landinu betra öryggi og efla viðbragðsaðila á Suðurlandi öllu. Við munum beita okkur fyrir því að styrkja fagþekkingu og umgjörð viðbragðsteymisins í Öræfum. Starf þeirra er ómetanlegt, eins og á við um svo mikið af fólki sem vinnur við að vera til staðar þegar á bjátar hjá samborgurum þess. Að lokum þá viljum við segja ykkur að Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingu í samgöngum með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Vetrarþjónustu þarf líka að efla og alveg sérstaklega á fjölförnum vegum þar sem ferðafólk fer oft af stað áður en vetrarþjónustan hefst. Það er beinlínis lífsspursmál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun